Körfubolti

Cleveland niðurlægði Boston og Phoenix að klára Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Boston stal leik í Cleveland um daginn en Cleveland kvittaði fyrir það í Boston í nótt með því að niðurlægja Boston á heimavelli og taka 2-1 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar.

29 stiga sigur Cleveland í nótt er stærsta tap allra tíma hjá Boston á heimavelli í úrslitakeppninni.

„Það er niðurlægjandi að tapa svona á heimavelli," sagði Paul Pierce, leikmaður Boston, eftir leikinn.

LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland með 38 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 19 stig.

Phoenix er svo gott sem komið í úrslit Vesturdeildarinnar eftir annan sannfærandi sigur á San Antonio. Phoenix er komið með 3-0 forskot í rimmunni og þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit Vesturdeildar.

Úrslit næturinnar:

Boston-Cleveland  124-95

San Antonio-Phoenix  96-110

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×