Það var gert, Bergsteinn 27. júlí 2010 06:00 Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magma-innrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu „en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður…“ En það var gert, Bergsteinn. Auðvitað hefur hnefinn margoft verið settur í borðið þótt menn virðist fyrst skilja alvöruna þegar þingflokksformaður VG segir að líf ríkisstjórnarinnar kunni að vera í húfi. Hvað sjálfan mig varðar vil ég segja þetta: Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ákvað að selja hlut ríkisins í HS orku í mars 2007 lagðist ég mjög eindregið gegn því opinberlega. Benti ég á hve illa það hefði „reynst skattborgurum og neytendum að einkavæða grunnþjónustu“. Þessa afstöðu ítrekaði ég þegar gengið var frá sölunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við síðar um vorið. Fyrr og síðar andmælti ég þessari einkavæðingu og annarri á grunnþjónustunni. Það hafa Vinstri græn líka gert. Afdráttarlaus krafa var sett fram á flokksráðsfundi í ágúst í fyrra um að stöðva einkavæðingu HS orku og aftur var þessi krafa ítrekuð nú í júní. Þessar ályktanir eru mjög afdráttarlausar. En ekkert hreyfðist. Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi 16. maí í vor, þegar samningurinn við Magma Sweden var í burðarliðnum: „Samfélagið er að bregðast sjálfu sér; ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum í þessu máli. Við sem sitjum á Alþingi erum að bregðast sem löggjafi því við verjum ekki auðlindir þjóðarinnar gegn braski… Andvaraleysi í þessu máli er ekki valkostur.“ Nokkur umræða spannst þessa daga opinberlega og sat ég meðal annars fyrir svörum ásamt Ross Beaty í Kastljósi þar sem ég ræddi um skúffufyrirtæki hans. Fyrir dyrum voru sveitarstjórnarkosningar. Ýmsum þótti slæmt að ræða pólitísk hitamál landsmálanna opinberlega og forsætisráðherra kvað upp úr um að ágreiningsefni ætti ekki að bera á torg. Þingmaður VG var sakaður um lítilmótlegt framferði. Bergsteinn er ekki einn um að saka okkur, sem höfum beitt okkur í þessum málum, fyrir að sofa á verðinum og stundum er spurt hvers vegna menn hafi ekki sett fram lagafrumvörp og stöðvað þessi mál. Í fyrsta lagi þá hefur það verið reynt. Í öðru lagi snýst þetta um meirihlutavilja í ríkisstjórn og á Alþingi. Ef hann er ekki fyrir hendi þá hreyfist ekkert. En þjóðfélagið getur hreyft þann vilja. Og þjóðfélagið er að vakna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magma-innrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu „en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður…“ En það var gert, Bergsteinn. Auðvitað hefur hnefinn margoft verið settur í borðið þótt menn virðist fyrst skilja alvöruna þegar þingflokksformaður VG segir að líf ríkisstjórnarinnar kunni að vera í húfi. Hvað sjálfan mig varðar vil ég segja þetta: Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ákvað að selja hlut ríkisins í HS orku í mars 2007 lagðist ég mjög eindregið gegn því opinberlega. Benti ég á hve illa það hefði „reynst skattborgurum og neytendum að einkavæða grunnþjónustu“. Þessa afstöðu ítrekaði ég þegar gengið var frá sölunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við síðar um vorið. Fyrr og síðar andmælti ég þessari einkavæðingu og annarri á grunnþjónustunni. Það hafa Vinstri græn líka gert. Afdráttarlaus krafa var sett fram á flokksráðsfundi í ágúst í fyrra um að stöðva einkavæðingu HS orku og aftur var þessi krafa ítrekuð nú í júní. Þessar ályktanir eru mjög afdráttarlausar. En ekkert hreyfðist. Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi 16. maí í vor, þegar samningurinn við Magma Sweden var í burðarliðnum: „Samfélagið er að bregðast sjálfu sér; ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum í þessu máli. Við sem sitjum á Alþingi erum að bregðast sem löggjafi því við verjum ekki auðlindir þjóðarinnar gegn braski… Andvaraleysi í þessu máli er ekki valkostur.“ Nokkur umræða spannst þessa daga opinberlega og sat ég meðal annars fyrir svörum ásamt Ross Beaty í Kastljósi þar sem ég ræddi um skúffufyrirtæki hans. Fyrir dyrum voru sveitarstjórnarkosningar. Ýmsum þótti slæmt að ræða pólitísk hitamál landsmálanna opinberlega og forsætisráðherra kvað upp úr um að ágreiningsefni ætti ekki að bera á torg. Þingmaður VG var sakaður um lítilmótlegt framferði. Bergsteinn er ekki einn um að saka okkur, sem höfum beitt okkur í þessum málum, fyrir að sofa á verðinum og stundum er spurt hvers vegna menn hafi ekki sett fram lagafrumvörp og stöðvað þessi mál. Í fyrsta lagi þá hefur það verið reynt. Í öðru lagi snýst þetta um meirihlutavilja í ríkisstjórn og á Alþingi. Ef hann er ekki fyrir hendi þá hreyfist ekkert. En þjóðfélagið getur hreyft þann vilja. Og þjóðfélagið er að vakna.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar