Hvítnar ekki þótt annan sverti Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2010 10:00 Norður í Eyjafirði er stundum haft að orði að það hvítni enginn þótt annan sverti. Ritstjóri Fréttablaðsins hefur líklega ekki heyrt það. Hann svertir fjármálaráðherra landsins og þingmenn landsbyggðarkjördæmanna í skoðun miðvikudagsblaðsins fyrir Árbótarmálið. Ritstjórinn nýtur stuðnings viðskiptaráðherra í greiningu sinni, sem telur að gera þurfi landið að einu kjördæmi og losna við kjördæmapot. Hér er mikil hafvilla uppi. En fyrst um Árbótarmálið, þar er Fréttablaðið full fljótt að fella dóm. Ekki eru öll gögn komin fram og óvarlegt er að ætla að embættismaður hafi einn rétt fyrir sér. Sanngjörn blaðamennska felst í því að skoða með gagnrýnum augum báða málsaðila, líka þann sem veitir blaðinu upplýsingarnar. Fréttablaðið ætti að afla frekari gagna og skýra sjónarmið ráðuneytanna og rekstraraðila Árbótar og upplýsa hvers vegna samið var frekar en að deilan færi fyrir dómstóla. Samningaleiðin virðist ekki vera óskynsamleg miðað við framkomnar upplýsingar. Fréttablaðið mætti líka upplýsa lesendur sína um það hvers vegna varð að færa starfsemina nær höfuðborgarsvæðinu. Er Norðurlandið ekki hluti af Íslandi? En þá að kjördæmapotinu. Slíkur talsmáti felur í sér aðdróttun um yfirmáta ósanngjarna hegðun þingmanna vegna þess eins að þeir eru kosnir í kjördæmum. Vissulega geta störf þeirra stundum orkað tvímælis, en það á við um þingmenn allra kjördæma. Þingmenn kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu hvítna ekki við það að sverta landsbyggðarþingmennina. Áfram munu hagsmunir toga í ráðamenn þótt landið verði eitt kjördæmi. Það verða fleiri þingmenn af höfuðborgarsvæðinu og þar með ráða hagsmunirnir þar enn meira en nú er. Þessu vilja ritstjórinn og viðskiptaráðherrann ná fram, minni áhrifum landsbyggðarinnar. Þess vegna er verið að sverta kjördæmafyrirkomulagið og fjármálaráðherrann. Samfylkingarráðherrann ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu hvers vegna þeir styðja alls staðar kjördæmafyrirkomulag, svo sem í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, með mismunandi mikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. Hann mun fá þau svör að það sé eðlilegt og skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Norður í Eyjafirði er stundum haft að orði að það hvítni enginn þótt annan sverti. Ritstjóri Fréttablaðsins hefur líklega ekki heyrt það. Hann svertir fjármálaráðherra landsins og þingmenn landsbyggðarkjördæmanna í skoðun miðvikudagsblaðsins fyrir Árbótarmálið. Ritstjórinn nýtur stuðnings viðskiptaráðherra í greiningu sinni, sem telur að gera þurfi landið að einu kjördæmi og losna við kjördæmapot. Hér er mikil hafvilla uppi. En fyrst um Árbótarmálið, þar er Fréttablaðið full fljótt að fella dóm. Ekki eru öll gögn komin fram og óvarlegt er að ætla að embættismaður hafi einn rétt fyrir sér. Sanngjörn blaðamennska felst í því að skoða með gagnrýnum augum báða málsaðila, líka þann sem veitir blaðinu upplýsingarnar. Fréttablaðið ætti að afla frekari gagna og skýra sjónarmið ráðuneytanna og rekstraraðila Árbótar og upplýsa hvers vegna samið var frekar en að deilan færi fyrir dómstóla. Samningaleiðin virðist ekki vera óskynsamleg miðað við framkomnar upplýsingar. Fréttablaðið mætti líka upplýsa lesendur sína um það hvers vegna varð að færa starfsemina nær höfuðborgarsvæðinu. Er Norðurlandið ekki hluti af Íslandi? En þá að kjördæmapotinu. Slíkur talsmáti felur í sér aðdróttun um yfirmáta ósanngjarna hegðun þingmanna vegna þess eins að þeir eru kosnir í kjördæmum. Vissulega geta störf þeirra stundum orkað tvímælis, en það á við um þingmenn allra kjördæma. Þingmenn kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu hvítna ekki við það að sverta landsbyggðarþingmennina. Áfram munu hagsmunir toga í ráðamenn þótt landið verði eitt kjördæmi. Það verða fleiri þingmenn af höfuðborgarsvæðinu og þar með ráða hagsmunirnir þar enn meira en nú er. Þessu vilja ritstjórinn og viðskiptaráðherrann ná fram, minni áhrifum landsbyggðarinnar. Þess vegna er verið að sverta kjördæmafyrirkomulagið og fjármálaráðherrann. Samfylkingarráðherrann ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu hvers vegna þeir styðja alls staðar kjördæmafyrirkomulag, svo sem í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, með mismunandi mikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. Hann mun fá þau svör að það sé eðlilegt og skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því?
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar