Fótbolti

40 prósent líkur á því að Fabregas spili á móti Barcelona í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, metur það sem svo að það séu 40 prósent líkur á að fyrirliði hans, Cesc Fabregas, geti verið með í fyrri leiknum á móti Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hann fer fram á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Fabregas lék með yngri liðum Barcelona á sínum tíma áður en hann fór til Arsenal og gerir, að sögn þeirra sem þekkja vel til, allt sem hann getur til þess að ná leiknum í kvöld.

Fabregas fékk högg á hné og læri í jafnteflinu á móti Birmingham um síðustu helgi en hann hefur verið óheppinn með meiðsli á þessu tímabili.

„Læknaliðið segir mér að það sé enn möguleiki á því að hann geti spilað. Þetta mun ekki koma í ljós fyrr en í upphituninni sem gefur góða mynd af því hversu langt hann gengur til þess að reyna að ná þessum leik," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

„Ég myndi segja að það væri 60 prósent líkur á því að hann spili ekki og 40 prósent líkur á því að hann spili," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×