Kaupþingsmenn vildu „taka út pening strax“ Sigríður Mogensen skrifar 14. apríl 2010 19:55 Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fréttastofa greindi frá því fyrir rúmri viku að útvaldir starfsmenn Kaupþings hafi fengið greidda milljarða króna í formi lána út á hækkandi hlutabréfaverð. Þeir hafi veðsett bréf sín í bankanum og fengið greidd út lán án veða. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans hafi verið í þessum hópi. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur þetta skýrt fram, en nefndin birtir tölvupóst sem Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London sendu þann 12. desember 2006, þar segir: "Sæll Siggi og Hreiðar. Þar sem Ármann er búinn að ræða þetta við ykkur höfum við talað okkur saman (samtök loyal CEOa) og komist að þessari hugmynd um bréf okkar í bankanum: Við stofnum hver um sig eignarhaldsfélag og setjum öll bréf og lán í það félag. Við fáum viðbótarlán, 90 krónur fyrir hverjar 100 sem eru í félaginu - sem þýðir að við tökum út einhvern pening strax. Við fáum heimild fyrir að fá lánað meira ef gengi KB hækkar..... ... síðar í bréfinu segir ..."að bankinn myndi taka á sig fræðilegt tap ef að yrði." Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að tölvubréfið lýsi tiltekinni afstöðu meðal æðstu stjórnenda bankans um hvernig binda eigi saman hag hluthafa og stjórnenda. Tillagan felist í því að stjórnendur geti innleyst áhættulausan hagnað sinn með því að leggja stöðugt meiri áhættu á bankann og hluthafa. Þeir leggi til að eignarhaldsfélög taki við bréfum sem þegar hafi verið veðsett í bankanum og fái enn frekari lán frá bankanum. Með þessu hafi þeir getað greitt arð út úr félögunum og veðsett alla þá hækkun sem orðið hafði á bréfunum síðan þau voru fyrst veðsett. Í þessu sambandi nefnir rannsóknarnefndin félagið Kaupþing Capital Partners Fund sem nefndin segir að virðist hafa verið notað í sama tilgangi og Magnús og Ármann lýstu í tölvupósti sínum. Meðal eigenda Kaupþing Capital Partners voru Hreiðar Már Sigurðsson ehf. og The S Invest Trust, sem er í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fréttastofa greindi frá því fyrir rúmri viku að útvaldir starfsmenn Kaupþings hafi fengið greidda milljarða króna í formi lána út á hækkandi hlutabréfaverð. Þeir hafi veðsett bréf sín í bankanum og fengið greidd út lán án veða. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans hafi verið í þessum hópi. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur þetta skýrt fram, en nefndin birtir tölvupóst sem Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London sendu þann 12. desember 2006, þar segir: "Sæll Siggi og Hreiðar. Þar sem Ármann er búinn að ræða þetta við ykkur höfum við talað okkur saman (samtök loyal CEOa) og komist að þessari hugmynd um bréf okkar í bankanum: Við stofnum hver um sig eignarhaldsfélag og setjum öll bréf og lán í það félag. Við fáum viðbótarlán, 90 krónur fyrir hverjar 100 sem eru í félaginu - sem þýðir að við tökum út einhvern pening strax. Við fáum heimild fyrir að fá lánað meira ef gengi KB hækkar..... ... síðar í bréfinu segir ..."að bankinn myndi taka á sig fræðilegt tap ef að yrði." Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að tölvubréfið lýsi tiltekinni afstöðu meðal æðstu stjórnenda bankans um hvernig binda eigi saman hag hluthafa og stjórnenda. Tillagan felist í því að stjórnendur geti innleyst áhættulausan hagnað sinn með því að leggja stöðugt meiri áhættu á bankann og hluthafa. Þeir leggi til að eignarhaldsfélög taki við bréfum sem þegar hafi verið veðsett í bankanum og fái enn frekari lán frá bankanum. Með þessu hafi þeir getað greitt arð út úr félögunum og veðsett alla þá hækkun sem orðið hafði á bréfunum síðan þau voru fyrst veðsett. Í þessu sambandi nefnir rannsóknarnefndin félagið Kaupþing Capital Partners Fund sem nefndin segir að virðist hafa verið notað í sama tilgangi og Magnús og Ármann lýstu í tölvupósti sínum. Meðal eigenda Kaupþing Capital Partners voru Hreiðar Már Sigurðsson ehf. og The S Invest Trust, sem er í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira