Lífið

Mamma Hlyns Bærings les lygabréfið úr leikfimi

„Hann Hlynur minn er svo samkynhneigður að hann treystir sér ekki í leikfimi með hinum strákunum. Hafdís."

Svona hljómar bréfið sem leikfimikennari Hlyns Bæringssonar færði Hafdísi móður hans nokkrum árum eftir að hann lauk námi í grunnskólanum í Borgarnesi. Bréfið skrifaði Hlynur sjálfur árið 1997 vegna þess að honum þótti leikfimi tímasóun og vildi bara spila körfubolta.

Hlynur var í stórskemmtilegri nærmynd í Íslandi í dag í gær. Honum er lýst sem persónu úr fornsögunum, á borð við Gunnar á Hlíðarenda eða Skarphéðinn Njálsson.

Hlynur leiddi lið sitt, Snæfell, til sigurs í Íslandsmeistaramótinu í körfubolta. Hann var einnig valinn besti körfuboltamaður Íslands, besti varnarmaðurinn og miðherji í úrvalsliði ársins. Þá vann Snæfell einnig bikarmeistaratitilinn.

Nærmynd Íslands í dag má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.