Körfubolti

Shaq meiddist gegn Boston - líklega puttabrotinn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Shaquille O'Neal.
Shaquille O'Neal. Nordic photos/AFP

Miðherjinn kröftugi Shaquille O'Neal hjá Cleveland meiddist í 88-108 sigri liðs síns gegn Boston í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Hinn 37 ára gamli Shaq þurfti að yfirgefa völlinn þegar um sjö mínútur voru eftir af öðrum leikhluta eftir að Glen „Big Baby" Davis hafði varið skot frá honum með þeim afleiðingum að þumall hægri handar fór illa og hefur í það minnsta brákast illa ef hann hefur ekki brotnað.

„Það er erfitt að segja hvað Shaq verður lengi frá en hann nær alla vega ekki næsta leik. Hann fer í skoðun og myndatöku og þá sjáum við betur hvernig þetta verður," sagði þjálfarinn Mike Brown hjá Cleveland í leikslok í nótt.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×