Bjarni Karlsson: Íslenska undrið 19. maí 2010 09:31 Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mannvit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erfitt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur bölsýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðnin. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geðheilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verður að skoða. Í spegli Besta flokksins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undrið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá "alls konar" fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsóknarskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við greinum útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undrinu sleppir. Steinunn bendir á að sveitarstjórnarmál snúast um börn í leikskólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipulagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnumálum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekkingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveruleikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfnum því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breytinga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþrengingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mannvit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erfitt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur bölsýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðnin. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geðheilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verður að skoða. Í spegli Besta flokksins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undrið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá "alls konar" fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsóknarskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við greinum útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undrinu sleppir. Steinunn bendir á að sveitarstjórnarmál snúast um börn í leikskólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipulagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnumálum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekkingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveruleikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfnum því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breytinga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþrengingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun