Orkuöflun til Helguvíkur enn óleyst 1. október 2010 02:15 Í Helguvík Þaksperrur fyrirhugaðs kerskála álversins eru komnar upp en líklega verður enn bið á framkvæmdum þar til orkumál eru útkljáð. Fréttablaðið/GVA Tafir á álversframkvæmdum í Helguvík má helst rekja til vandræða við orkuöflun. HS Orka bíður virkjunarleyfis á Reykjanesi og OR hefur enn ekki lokið fjármögnun í Hverahlíð. Forstjóri Norðuráls gagnrýnir seinagang umhverfisráðherra. Framkvæmdir við fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík hafa verið í biðstöðu um nokkra hríð þar sem lítið virðist þokast. Málið má rekja aftur til ársins 2005 þegar Norðurál, Hitaveita Suðurnesja og Reykjanesbær undirrituðu viljayfirlýsingu um að skoða möguleikana á álveri í Helguvík. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2008, en nú stendur í Helguvík stálgrind kerskála og eru framkvæmdir þar í algjöru lágmarki. Norðurál stefnir þó ótrautt að álveri með 360.000 tonna framleiðslugetu sem muni rísa í fjórum 90.000 tonna áföngum.Hver bendir á annanTalsmenn álvers hafa lagt áherslu á þýðingu stóriðju og framkvæmda fyrir Suðurnes, sem býr nú, sem lengi fyrr, við mesta atvinnuleysi á landinu. Þeir hafa mætt einarðri andstöðu umhverfisverndarsinna og annarra sem hafa efasemdir um stóriðju auk þess sem misvísandi skilaboð berast frá aðstandendum verkefnisins þar sem enginn vill meina að ferlið strandi hjá sér.Ríkisstjórninni hefur verið legið á hálsi að hafa ekki lagst með fullum krafti á árarnar, en hét því þó í stöðugleikasáttmála við aðila vinnumarkaðarins að: „greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík.“Þá var undirritaður fjárfestingarsamningur milli Norðuráls og ríkisins í ágúst 2009.Ráðherra kallaði einnig til fundar fyrir um mánuði þar sem allir hagsmunaaðilar, Norðurál, orkufyrirtækin, stofnanir og sveitarfélög, hittust til að reyna að eyða óvissu um verkefnið.Óvissan snýst fyrst og fremst um raforku þar sem áætlanir Hitaveitu Suðurnesja, síðar HS Orku, og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um orkuöflun hafa ekki staðist.Orkuöflun og skipulagsmálOrkumálið er margslungið enda er orkuöflun tímafrekt ferli sem er háð opinberum leyfum, skipulagsmálum sveitarfélaga, fjármögnun virkjana og ekki síst því að vel gangi að finna orku og flytja hana til Helguvíkur. Fyrirhugaðar línulagnir mættu mikilli andstöðu, en samkomulag hefur nú tekist milli Landsnets og sveitarfélaga um leguna.OR er þegar komið með rannsóknarleyfi í Hverahlíð, þar sem hún áformar að sækja 100Mw fyrir Norðurál. Sveitarfélagið Ölfus hefur gefið leyfi til að bora þar, en OR á enn eftir að fá fyrirhuguð mannvirki inn í deiliskipulag. Einnig á eftir að ljúka fjármögnun fyrir þær framkvæmdir, en gangi það allt upp miðar OR við að geta afgreitt raforku eftir tvö ár.Stækkun Reykjanesvirkjunar þar sem til stendur að fá 80Mw bíður enn virkjanaleyfis frá Orkustofnun, en það mál er í eðlilegu ferli, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun. Vísindamenn greinir á um hvort jarðhitasvæðið á Reykjanesi standi undir stækkun virkjunar og er það meðal annars til skoðunar.Þá hefur HS Orka fengið leyfi Hafnarfjarðarbæjar til tilraunaborana í Krýsuvík, en bíður þess enn að Grindavíkurbær afgreiði skipulagsmál í Eldvörpum þar sem einnig var fyrirhugað að sækja orku til verkefnisins. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir í samtali við Fréttablaðið að gangi allt upp gæti fyrirtækið skilað tilætlaðri orku eftir um fjögur ár.„Reykjanes gæti skilað 50Mw eftir tö ár og 30Mw allt að ári seinna. Hitt veltur á því hvernig gengur með boranir, en gæti orðið árið á eftir ef allt gengur upp og ferlið verður ekki of tafsamt.“Norðurál: Ekkert að vanbúnaðiRagnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa gengið frá öllum sínum málum. „Við höfum klárað allt sem snýr að álverinu, öll leyfi og slíkt. Okkur er því ekkert að vanbúnaði með að fara af stað. Við bíðum eftir staðfestingu frá orkufyrirtækjunum, sérstaklega HS Orku um orkuafhendingu.“ Ragnar segir OR hafa uppfyllt sína samninga varðandi fyrsta áfanga og vinna sé í fullum gangi fyrir næstu skref. HS Orka hafi ekki getað klárað sitt, m.a. vegna leyfa og breytinga á eignarhaldi fyrirtækisins. „Það hafa verið tafir á leyfisferlum í tengslum við verkefnið, bæði hvað varðar skipulagsmál og annað, líkt og virkjanaleyfi út af stækkun á Reykjanesvirkjun. Þá má nefna rammaáætlun sem hefur verið föst í þinginu í marga mánuði en niðurstaða hvað það varðar auðveldar alla umræðu.“ Þá segir Ragnar líka að umhverfisráðuneytið hafi ítrekað farið langt fram úr eðlilegum tímamörkum við afgreiðslu mála. Hann tekur sem dæmi afgreiðslu á skipulagstillögum í Ölfusi sem tengist áætlunum OR. Það mál hafi borist ráðuneytinu í byrjun apríl og hefði átt að vera lokið í byrjun júlí. „Nú, þremur mánuðum eftir að ráðuneytið átti að klára málið, er ráðherra allt í einu vanhæfur. Það hefði mátt sjá strax í apríl en núna veit enginn hvenær þessu máli lýkur enda mörg brýn verkefni sem hvíla á nýjum velferðarráðherra.“ Ragnar vonast til þess að þegar orkumál leysist verði um tvö ár þar til framleiðsla geti hafist í fyrsta áfanga álvers, en segir ekki hægt að slá neinu föstu. „Það eru allar efnahagslegar forsendur til að fara af stað fljótlega og ég bind vonir við að samræmingarverkefni iðnaðarráðherra muni verða til þess að koma málinu af stað.“ Enn virðist töluvert vera í land varðandi álverið og óvissuþættirnir margir. Orkuöflun er þar efst á blaði, en aðgangur að fjármagni til virkjunarframkvæmda gæti einnig sett strik í reikninginn. Þá eru sem fyrr harðar deilur í samfélaginu um það hvort stóriðja sé svarið til að koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný, eða hvort svarið leynist á öðrum sviðum. Enn er ekki búið að taka af öll tvímæli um framgang álversins og þar til orkuöflun er trygg munu þaksperrurnar í Helguvík standa berar enn um sinn. Fréttir Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Tafir á álversframkvæmdum í Helguvík má helst rekja til vandræða við orkuöflun. HS Orka bíður virkjunarleyfis á Reykjanesi og OR hefur enn ekki lokið fjármögnun í Hverahlíð. Forstjóri Norðuráls gagnrýnir seinagang umhverfisráðherra. Framkvæmdir við fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík hafa verið í biðstöðu um nokkra hríð þar sem lítið virðist þokast. Málið má rekja aftur til ársins 2005 þegar Norðurál, Hitaveita Suðurnesja og Reykjanesbær undirrituðu viljayfirlýsingu um að skoða möguleikana á álveri í Helguvík. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2008, en nú stendur í Helguvík stálgrind kerskála og eru framkvæmdir þar í algjöru lágmarki. Norðurál stefnir þó ótrautt að álveri með 360.000 tonna framleiðslugetu sem muni rísa í fjórum 90.000 tonna áföngum.Hver bendir á annanTalsmenn álvers hafa lagt áherslu á þýðingu stóriðju og framkvæmda fyrir Suðurnes, sem býr nú, sem lengi fyrr, við mesta atvinnuleysi á landinu. Þeir hafa mætt einarðri andstöðu umhverfisverndarsinna og annarra sem hafa efasemdir um stóriðju auk þess sem misvísandi skilaboð berast frá aðstandendum verkefnisins þar sem enginn vill meina að ferlið strandi hjá sér.Ríkisstjórninni hefur verið legið á hálsi að hafa ekki lagst með fullum krafti á árarnar, en hét því þó í stöðugleikasáttmála við aðila vinnumarkaðarins að: „greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík.“Þá var undirritaður fjárfestingarsamningur milli Norðuráls og ríkisins í ágúst 2009.Ráðherra kallaði einnig til fundar fyrir um mánuði þar sem allir hagsmunaaðilar, Norðurál, orkufyrirtækin, stofnanir og sveitarfélög, hittust til að reyna að eyða óvissu um verkefnið.Óvissan snýst fyrst og fremst um raforku þar sem áætlanir Hitaveitu Suðurnesja, síðar HS Orku, og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um orkuöflun hafa ekki staðist.Orkuöflun og skipulagsmálOrkumálið er margslungið enda er orkuöflun tímafrekt ferli sem er háð opinberum leyfum, skipulagsmálum sveitarfélaga, fjármögnun virkjana og ekki síst því að vel gangi að finna orku og flytja hana til Helguvíkur. Fyrirhugaðar línulagnir mættu mikilli andstöðu, en samkomulag hefur nú tekist milli Landsnets og sveitarfélaga um leguna.OR er þegar komið með rannsóknarleyfi í Hverahlíð, þar sem hún áformar að sækja 100Mw fyrir Norðurál. Sveitarfélagið Ölfus hefur gefið leyfi til að bora þar, en OR á enn eftir að fá fyrirhuguð mannvirki inn í deiliskipulag. Einnig á eftir að ljúka fjármögnun fyrir þær framkvæmdir, en gangi það allt upp miðar OR við að geta afgreitt raforku eftir tvö ár.Stækkun Reykjanesvirkjunar þar sem til stendur að fá 80Mw bíður enn virkjanaleyfis frá Orkustofnun, en það mál er í eðlilegu ferli, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun. Vísindamenn greinir á um hvort jarðhitasvæðið á Reykjanesi standi undir stækkun virkjunar og er það meðal annars til skoðunar.Þá hefur HS Orka fengið leyfi Hafnarfjarðarbæjar til tilraunaborana í Krýsuvík, en bíður þess enn að Grindavíkurbær afgreiði skipulagsmál í Eldvörpum þar sem einnig var fyrirhugað að sækja orku til verkefnisins. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir í samtali við Fréttablaðið að gangi allt upp gæti fyrirtækið skilað tilætlaðri orku eftir um fjögur ár.„Reykjanes gæti skilað 50Mw eftir tö ár og 30Mw allt að ári seinna. Hitt veltur á því hvernig gengur með boranir, en gæti orðið árið á eftir ef allt gengur upp og ferlið verður ekki of tafsamt.“Norðurál: Ekkert að vanbúnaðiRagnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa gengið frá öllum sínum málum. „Við höfum klárað allt sem snýr að álverinu, öll leyfi og slíkt. Okkur er því ekkert að vanbúnaði með að fara af stað. Við bíðum eftir staðfestingu frá orkufyrirtækjunum, sérstaklega HS Orku um orkuafhendingu.“ Ragnar segir OR hafa uppfyllt sína samninga varðandi fyrsta áfanga og vinna sé í fullum gangi fyrir næstu skref. HS Orka hafi ekki getað klárað sitt, m.a. vegna leyfa og breytinga á eignarhaldi fyrirtækisins. „Það hafa verið tafir á leyfisferlum í tengslum við verkefnið, bæði hvað varðar skipulagsmál og annað, líkt og virkjanaleyfi út af stækkun á Reykjanesvirkjun. Þá má nefna rammaáætlun sem hefur verið föst í þinginu í marga mánuði en niðurstaða hvað það varðar auðveldar alla umræðu.“ Þá segir Ragnar líka að umhverfisráðuneytið hafi ítrekað farið langt fram úr eðlilegum tímamörkum við afgreiðslu mála. Hann tekur sem dæmi afgreiðslu á skipulagstillögum í Ölfusi sem tengist áætlunum OR. Það mál hafi borist ráðuneytinu í byrjun apríl og hefði átt að vera lokið í byrjun júlí. „Nú, þremur mánuðum eftir að ráðuneytið átti að klára málið, er ráðherra allt í einu vanhæfur. Það hefði mátt sjá strax í apríl en núna veit enginn hvenær þessu máli lýkur enda mörg brýn verkefni sem hvíla á nýjum velferðarráðherra.“ Ragnar vonast til þess að þegar orkumál leysist verði um tvö ár þar til framleiðsla geti hafist í fyrsta áfanga álvers, en segir ekki hægt að slá neinu föstu. „Það eru allar efnahagslegar forsendur til að fara af stað fljótlega og ég bind vonir við að samræmingarverkefni iðnaðarráðherra muni verða til þess að koma málinu af stað.“ Enn virðist töluvert vera í land varðandi álverið og óvissuþættirnir margir. Orkuöflun er þar efst á blaði, en aðgangur að fjármagni til virkjunarframkvæmda gæti einnig sett strik í reikninginn. Þá eru sem fyrr harðar deilur í samfélaginu um það hvort stóriðja sé svarið til að koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný, eða hvort svarið leynist á öðrum sviðum. Enn er ekki búið að taka af öll tvímæli um framgang álversins og þar til orkuöflun er trygg munu þaksperrurnar í Helguvík standa berar enn um sinn.
Fréttir Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent