Innlent

Metfjöldi umsókna á Hólum

Metfjöldi umsókna barst um skólavist í háskólanum á Hólum nú í vor. Fjölgunin er tæplega 46 prósent milli ára.

Umsóknirnar voru 235 talsins. Flestir vilja komast að í hestafræðideild skólans, eða 119. Þar af ætla tólf manns að stunda BS-nám í hestafræðum sem er sameiginlegt nám með Landbúnaðarháskólanum.

Þá vill 101 nemandi stunda nám í ferðamáladeild og fimmtán vilja stunda nám í fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Af þeim vilja fimm manns fara í BS-nám í sjávar- og vatnalíffræði sem er kennd í samvinnu við Háskóla Íslands. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×