Innlent

Segist ekki spá í gang himintunglanna

Til þingsins Þegar samningar nást í Icesave-málinu eiga þeir að fá afgreiðslu hjá Alþingi, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á Alþingi í gær.
Fréttablaðið/pjetur
Til þingsins Þegar samningar nást í Icesave-málinu eiga þeir að fá afgreiðslu hjá Alþingi, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á Alþingi í gær. Fréttablaðið/pjetur

Það er forseta Íslands að ákveða hvort hann skjóti Icesave-málinu til þjóðarinnar öðru sinni, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á Alþingi í gær.

Þar svaraði hann fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Sigmundur spurði hvort Össuri þætti ekki hæpið að ljúka málinu án þess að þjóðin fengi að eiga síðasta orðið, í ljósi þess að þegar hafi verið gengið til þjóðaratkvæðis um Icesave-samningana einu sinni.

„Ég tel að þetta mál eigi að koma til þingsins, og þingið eigi að afgreiða það. Það er síðan þannig að forsetinn hefur þennan rétt, sem hann hefur nýtt sér áður. Ég spái ekkert í gang himintungla varðandi niðurstöðu hans,“ sagði Össur.

Fyrri samningi sem náðist við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það gerðist í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði því að staðfesta lög ríkisstjórnarinnar 5. janúar síðastliðinn, og skaut málinu þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×