Körfubolti

NBA: Áttundi sigur Phoenix Suns liðsins í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Channing Frye og Grant Hill fagna sigri í nótt.
Channing Frye og Grant Hill fagna sigri í nótt. Mynd/AP
Jason Richardson skoraði 27 stig fyrir Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sinn áttunda leik í röð og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni með 11-105 sigri á Chicago Bulls á útivelli.

Steve Nash skoraði 7 af 22 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins en hann var einnig með 10 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði 21 stig þar af 13 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Flip Murray og Derrick Rose voru báðir með 23 stig fyrir Chiacgo.

Kevin Durant skoraði 26 stig og tók 10 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 111-93 sigur á Philadelphia 76ers. Jeff Green skoraði 16 stig fyrir Thunder, Nenad Krstic var með 14 stig og Russell Westbrook bætti við 10 stigum og 14 stoðsendingum. Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Sixers.

Brandon Jennings var með 17 stig og 6 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 107-89 sigur á Los Angeles Clippers og Andrew Bogut bætti við 14 stigum og 9 fráköstum þegar Bucks tryggði það að liðið verður með 50 prósent eða betra sigurhlutfall á þessu tímabili.

Danny Granger skoraði 25 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Indiana Pacers vann 102-95 sigur á Sacramento Kings en þetta var áttundi heimasigur Indiana í röð. Troy Murphy var með 19 stig og 13 fráköst hjá Indiana.

Washington Wixards tapaði sínum sextánda leik í röð þegar liðið tapaði 94-98 á útivelli á móti Houston Rockets. Nýliðinn Chase Budinger skoraði 24 stig fyrir Houston.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×