Fangageymslur lögreglunnar fullnýttar á Menningarnótt 22. ágúst 2010 11:48 Þúsundir manna voru í miðborg Reykjavíkur í gær þegar Menningarnótt var haldin í borginni en hátíðin gekk almennt vel fyrir sig. Útköllum fjölgaði eftir því sem leið á daginn og nóttina en greiðlega gekk að leysa flest málin. Um var að ræða hefðbundin verkefni en m.a. voru höfð afskipti af ölvuðu fólki en skipulega var unnið gegn áfengisdrykkju og ólöglegri útvist barna og unglinga. Þeir sem höfðu ekki aldur til að vera úti við var vísað heim eða færðir í athvarf. Nokkru magni af áfengi var hellt niður. Ástandið þetta árið var þó ekki verra en áður samkvæmt lögreglunni. Lögreglumenn voru almennt frekar sáttir með Menningarnótt en unnið var eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Þess má geta að fangaklefar lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu voru ekki fullnýttir á Menningarnótt í fyrra en þetta árið var því öðruvísi farið. Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á Menningarnótt. Fjórir karlar á aldrinum 16-30 ára voru handteknir í miðborginni í nótt. Þeir eru allir grunaðir um fíkniefnamisferli en á þremur þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Piltur um tvítugt var einnig handtekinn í miðborginni í gærdag en í fórum hans fundust sömuleiðis fíkniefni. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á Menningarnótt. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 21-50 ára og ein kona, 35 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Nokkuð var um umferðaróhöpp í borginni í gær en þau voru nær öll minniháttar. Í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Á Menningarnótt vann lögregla eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Engu að síður var nokkuð um að ökutækjum væri illa og/eða ólöglega lagt í miðborginni en ástandið í þessum efnum var þó skárra en oft áður. Þess má líka geta að undir miðnætti stöðvaði lögreglan einnig för þriggja manna sem voru á siglingu á skemmtibáti en skipstjóri bátsins var ölvaður. Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þúsundir manna voru í miðborg Reykjavíkur í gær þegar Menningarnótt var haldin í borginni en hátíðin gekk almennt vel fyrir sig. Útköllum fjölgaði eftir því sem leið á daginn og nóttina en greiðlega gekk að leysa flest málin. Um var að ræða hefðbundin verkefni en m.a. voru höfð afskipti af ölvuðu fólki en skipulega var unnið gegn áfengisdrykkju og ólöglegri útvist barna og unglinga. Þeir sem höfðu ekki aldur til að vera úti við var vísað heim eða færðir í athvarf. Nokkru magni af áfengi var hellt niður. Ástandið þetta árið var þó ekki verra en áður samkvæmt lögreglunni. Lögreglumenn voru almennt frekar sáttir með Menningarnótt en unnið var eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Þess má geta að fangaklefar lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu voru ekki fullnýttir á Menningarnótt í fyrra en þetta árið var því öðruvísi farið. Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á Menningarnótt. Fjórir karlar á aldrinum 16-30 ára voru handteknir í miðborginni í nótt. Þeir eru allir grunaðir um fíkniefnamisferli en á þremur þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Piltur um tvítugt var einnig handtekinn í miðborginni í gærdag en í fórum hans fundust sömuleiðis fíkniefni. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á Menningarnótt. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 21-50 ára og ein kona, 35 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Nokkuð var um umferðaróhöpp í borginni í gær en þau voru nær öll minniháttar. Í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Á Menningarnótt vann lögregla eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Engu að síður var nokkuð um að ökutækjum væri illa og/eða ólöglega lagt í miðborginni en ástandið í þessum efnum var þó skárra en oft áður. Þess má líka geta að undir miðnætti stöðvaði lögreglan einnig för þriggja manna sem voru á siglingu á skemmtibáti en skipstjóri bátsins var ölvaður.
Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira