Innlent

Vilja farsælli úrlausn til langs tíma

á tröppum stjórnarráðsins Í nýju áliti kemur fram að níutíu prósent forsvarsmanna ríkisstofnana eru hlynnt áætlanagerð til lengri tíma.Fréttablaðið/GVA
á tröppum stjórnarráðsins Í nýju áliti kemur fram að níutíu prósent forsvarsmanna ríkisstofnana eru hlynnt áætlanagerð til lengri tíma.Fréttablaðið/GVA

Með fyrirkomulagi sem eykur gagnsæi og aga í ríkis­fjármálum má koma í veg fyrir að sú erfiða staða sem ríkissjóður er nú í endurtaki sig. Þetta kemur fram í áliti Viðskiptaráðs Íslands.

Í álitinu kallar Viðskiptaráð eftir því að trúverðugleiki fjárlagaramma ríkisins verði efldur með innleiðingu bindandi útgjaldaþaks fyrir hvert ráðuneyti yfir heilt kjörtímabil. Með slíku fyrirkomulagi er sagt að draga myndi úr pólitískum þrýstingi á aukin útgjöld, óháð árferði í efnahagsmálum.

Þar segir að rík tilhneiging sé til þess að auka útgjöld í góðæri. Það kalli á niðurskurð þegar verr ári. Þessi stefna ýki hagsveiflur.

„Hugmyndir um hvort ráðast eigi í niðurskurð eða skattahækkanir munu ætíð vera grundvöllur skoðanaskipta í þjóðfélaginu og skal engan undra að svo sé enda hafa báðar aðgerðir neikvæð áhrif á ólíka hagsmuni tiltekinna hópa.

Ágreiningur um hvort áhersla eigi að vera á tekjuöflun eða útgjaldastjórnun ætti þó almennt ekki að koma í veg fyrir samstöðu á öðrum sviðum,“ segir í álitinu.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×