Fótbolti

Alves og Toure komnir á meiðslalista hjá Barcelona

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dani Alvez.
Dani Alvez. Nordic photos/AFP

Naumur 2-1 sigur Barcelona gegn Getafe á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni kostaði sitt þar sem tveir lykilmenn liðsins meiddust í leiknum.

Bakvörðurinn knái Dani Alves meiddist reyndar í upphitun fyrir leikinn og gat því ekki spilað leikinn en miðjumaðurinn Yaya Toure þurfti að yfirgefa leikvöllinn um miðjan síðari hálfleik vegna meiðsla.

Alves er meiddur á kálfa og verður líklega frá í þrjár vikur en Toure verður líklega klár í slaginn að nýju eftir tvær vikur.

Tvímenningarnir miss líklega að leik Barcelona og Stuttgart í Meistaradeildinni auk deildarleiks gegn Atletico Madrid en í þeim leik verða varnarmennirnir Gerard Pique og Rafael Marquez í leikbanni eftir rauð spjöld gegn Getafe.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×