Innlent

Förum að sjá botninn

Hannes G. Sigurðsson
Hannes G. Sigurðsson

„Það er jákvætt að komin er niðurstaða í þetta mál og mjög mikilvægt að það myndist hröð úrlausn, bæði á skuldavanda heimila og fyrirtækja,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna.

„Bæði þurfa heimilin að fá vissu um sína stöðu og þessu tengist síðan endurskipulagning á fjárhag lífvænlegra fyrirtækja. Þannig förum við kannski að sjá botninn á hagsveiflu og kannski viðspyrnu.“

Þá segir Hannes að sér sýnist samkomulagið sem kynnt var í gær vera til þess fallið að stjórnir lífeyrissjóðanna geti samþykkt að fara þessa leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×