Körfubolti

NBA: LeBron James tryggði Cleveland sigurinn á vítalínunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dwyane Wade og Lebron James áttust við í nótt.
Dwyane Wade og Lebron James áttust við í nótt. Mynd/AP

LeBron James skoraði úr tveimur vítaskotum 4,1 sekúndu fyrir leikslok og tryggði Cleveland Cavaliers 92-91 útisigur á Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Dwyane Wade fékk lokaskotið í leiknum en það geigaði.

LeBron James var með 32 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Cleveland og Shaquille O'Neal skoraði 19 stig en hjá Miami var Dwyane Wade 32 stig 10 fráköst og 5 stoðsendingar.

Paul Pierce var með 22 stig og Rajon Rondo bætti við 16 stigum og 12 stoðsendingum í 95-89 sigri Boston Celtics á Los Angeles Clippers. Kevin Garnett er farinn að spila á ný með Boston eftir meiðsli og var með 17 stig á 30 mínútum í nótt.

Zach Randolph var með 23 stig og 19 fráköst í 99-94 sigri Memphis Grizzlies á Orlando Magic en Dwight Howard var með 27 stig, 15 fráköst og 6 varin skot hjá Orlando.

Derrick Rose var með 27 stig þrátt fyrir flensu í 98-93 útisigri Chicago Bulls á San Antonio Spurs. Tony Parker var með 20 stig fyrir Spurs sem tapaði í fimmta sinn í sex leikjum.

Chris Paul tryggði New Orleans Hornets 98-97 sigur á Portland með því að skora sigurkörfuna 3,8 sekúndum fyrir leikslok en Paul var með 24 stig og 12 stoðsendingar í leiknum.



Úrslit leikja næturinnar í NBA-deildinni:

Philadelphia-Indiana 98-109

Miami-Cleveland 91-92

Boston-LA Clippers 95-89

Memphis-Orlando 99-94

Houston-Atlanta 95-102

San Antonio-Chicago 93-98

Utah-Phoenix 124-115

Denver-Charlotte 104-93

Portland-New Orleans 97-98



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×