Fótbolti

Xavi ætlar ekki að hætta með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xavi í leik með spænska landsliðinu.
Xavi í leik með spænska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Spánverjinn Xavi, leikmaður Barcelona, segir ekkert hæft í þeim orðrómi að hann ætli sér að hætta að gefa kost á sér í spænska landsliðið.

Xavi hefur leikið 97 leiki með spænska landsliðinu og spænskir fjölmiðlar héldu því fram að til greina kæmi að hann myndi hætta eftir 100. landsleikinn.

Hann varð Evrópumeistari með liðinu árið 2008 og heimsmeistari nú í sumar. Hann hefur einnig unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona.

„Ég vil fá að neita því að ég sé að hætta með spænska landsliðinu," sagði Xavi í samtali við spænska dagblaðið Marca.

„Ég vil fara á EM 2012 og HM í Brasilíu tveimur árum síðar. Ég veit ekki hvaðan þetta er komið. Ég vil spila [vináttulandsleikinn] gegn Portúgal og í öllum leikjum, líka vináttulandsleikjum."

„Ég er spenntur fyrir landsliðinu og mér gremst að það skuli sífellt verið að efast um að ég gefi mig allan fyrir landsliðið. Ég hef aldrei heyrt skýringar á því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×