Sextándi meistaratitill Los Angeles Lakers Hjalti Þór Hreinsson skrifar 18. júní 2010 09:30 Meistari Kobe Bryant, einn besti leikmaður sögunnar. Hann var valinn verðmætasti leikmaður keppninnar. GettyImages Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Leikurinn var í járnum allan tímann og gríðarlega spennandi. Sóknarleikur liðanna gekk illa, skotnýting beggja liða var langt frá því að vera til útflutnings. Líklega spilaði þar inn í mikil þreyta, og spennan við að spila hreinan úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum, sérstaklega á Kobe Bryant. Ron Artest jafnaði leikinn þegar rúmar sjö mínútur voru eftir í 61-61. Fram að því hafði Boston verið örstuttum skrefum á undan allan leikinn. Lakers tók svo forystuna og var 68-64 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Bryant skoraði frábæra körfu og virtist vera kominn í gang. Boston hafði á þeim tímapunkti ekki hitt úr 10 af síðustu 12 skotum sínum. Á meðan var flest að ganga upp hjá Lakers. Þegar þrjár mínútur voru eftir var aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Lakers skoraði úr vítum, eins og svo oft undir lokin, en Boston svaraði og fjögurra stiga munur á liðunum. Þá tók Lamar Odom þriggja stiga skot fyrir Lakers og brenndi af. Pau Gasol varði aftur á móti frábærlega frá Paul Pierce og Lakers fékk boltann. Þegar 90 sekúndur voru eftir var sex stiga munur á liðunum. Þá sallaði Rasheed Wallace niður þriggja stiga körfu og kom muninum í þrjú stig. En Artest gerði það sama einni mínútu fyrir leikslok. Aftur sex stiga munur. Næsta sókn - Ray Allen með þrjú stig fyrir Boston. Þriggja stiga munur, 40 sekúndur eftir. Kobe fékk boltann og fór í erfitt þriggja stoga skot og hitti ekki. Gasol náði aftur á móti sterku sóknarfrákasti og Bryant fór á línuna. Hann kom muninum í fimm stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Ray Allen fór í þriggja stiga skot en hitti ekki. Rondo náði frákastinu og skoraði þrist. Tveggja stiga munur, Lakers átti innkast og þrettán sekúndur eftir. Sasha Vujacic fékk boltann og tvö víti. Hann er góð skytta en hafði nánast ekkert spilað í leiknum. Hann setti bæði skotin niður og kláraði þar með leikinn. Lakers var fjórum stigum yfir og 11,7 sekúndur eftir. Boston þurfti tvær körfur. Það gekk ekki upp, Pierce sendi á Rondo sem hitti ekki og leikurinn rann út. Sigurinn tryggði Lakers sextánda meistaratitilinn í sögu félagsins. Pierce skoraði átján stig fyrir Boston og tók tíu fráköst, Kevin Garnett var með sautján. Hjá Lakers skoraði Bryant mest, 23 stig og tók fimmtán fráköst, en Gasol var frábær líkt og Artest sem skoraði tuttugu stig, Gasol 19 og átján fráköst. "Jæja, okkur tókst það," sagði brosmildur Phil Jackson um ellefta meistaratitil sinn sem þjálfari. "Þetta var ekki vel klárað, en við kláruðum þetta samt." "Okkur langaði svo ótrúlega mikið í titilinn," sagði Bryant sem vann sinn fimmta meistarahring. "Því meira sem ég lagði á mig, því fjær sýndist mér draumurinn fara frá mér. Ég er bara ánægður með að liðsfélagar mínir komu okkur aftur inn í leikinn," sagði Kobe. NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Leikurinn var í járnum allan tímann og gríðarlega spennandi. Sóknarleikur liðanna gekk illa, skotnýting beggja liða var langt frá því að vera til útflutnings. Líklega spilaði þar inn í mikil þreyta, og spennan við að spila hreinan úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum, sérstaklega á Kobe Bryant. Ron Artest jafnaði leikinn þegar rúmar sjö mínútur voru eftir í 61-61. Fram að því hafði Boston verið örstuttum skrefum á undan allan leikinn. Lakers tók svo forystuna og var 68-64 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Bryant skoraði frábæra körfu og virtist vera kominn í gang. Boston hafði á þeim tímapunkti ekki hitt úr 10 af síðustu 12 skotum sínum. Á meðan var flest að ganga upp hjá Lakers. Þegar þrjár mínútur voru eftir var aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Lakers skoraði úr vítum, eins og svo oft undir lokin, en Boston svaraði og fjögurra stiga munur á liðunum. Þá tók Lamar Odom þriggja stiga skot fyrir Lakers og brenndi af. Pau Gasol varði aftur á móti frábærlega frá Paul Pierce og Lakers fékk boltann. Þegar 90 sekúndur voru eftir var sex stiga munur á liðunum. Þá sallaði Rasheed Wallace niður þriggja stiga körfu og kom muninum í þrjú stig. En Artest gerði það sama einni mínútu fyrir leikslok. Aftur sex stiga munur. Næsta sókn - Ray Allen með þrjú stig fyrir Boston. Þriggja stiga munur, 40 sekúndur eftir. Kobe fékk boltann og fór í erfitt þriggja stoga skot og hitti ekki. Gasol náði aftur á móti sterku sóknarfrákasti og Bryant fór á línuna. Hann kom muninum í fimm stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Ray Allen fór í þriggja stiga skot en hitti ekki. Rondo náði frákastinu og skoraði þrist. Tveggja stiga munur, Lakers átti innkast og þrettán sekúndur eftir. Sasha Vujacic fékk boltann og tvö víti. Hann er góð skytta en hafði nánast ekkert spilað í leiknum. Hann setti bæði skotin niður og kláraði þar með leikinn. Lakers var fjórum stigum yfir og 11,7 sekúndur eftir. Boston þurfti tvær körfur. Það gekk ekki upp, Pierce sendi á Rondo sem hitti ekki og leikurinn rann út. Sigurinn tryggði Lakers sextánda meistaratitilinn í sögu félagsins. Pierce skoraði átján stig fyrir Boston og tók tíu fráköst, Kevin Garnett var með sautján. Hjá Lakers skoraði Bryant mest, 23 stig og tók fimmtán fráköst, en Gasol var frábær líkt og Artest sem skoraði tuttugu stig, Gasol 19 og átján fráköst. "Jæja, okkur tókst það," sagði brosmildur Phil Jackson um ellefta meistaratitil sinn sem þjálfari. "Þetta var ekki vel klárað, en við kláruðum þetta samt." "Okkur langaði svo ótrúlega mikið í titilinn," sagði Bryant sem vann sinn fimmta meistarahring. "Því meira sem ég lagði á mig, því fjær sýndist mér draumurinn fara frá mér. Ég er bara ánægður með að liðsfélagar mínir komu okkur aftur inn í leikinn," sagði Kobe.
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira