Innlent

Meiri flúor frá Eyjafjallajökli

Flúor eykst í gjósku þegar goskvika hætti að fara í gegnum vatn.
Flúor eykst í gjósku þegar goskvika hætti að fara í gegnum vatn.
Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að flúorinnihald gjósku hafi aukist eftir að kvika hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum í Eyjafjallajökli. Enn fremur kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlateymi samhæfingarstöðvar almannavarna að Freysteinn brýni fyrir fólki að halda áfram að hafa klút eða grímur fyrir vitum þegar það er úti við á þeim svæðum þar sem aska er að falla eða þar sem aska hefur fallið. „Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á Eyjafjallajökli getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astmaveikindi í öndunarfærum,“ segir í tilkynningunni.

- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×