Innlent

Smáhýsi halda utangarðsfólki frá fangelsi

Velferðarráð samþykkti í dag að auka þjónustu og stuðning við íbúa smáhýsa á Granda í Reykjavík.

Þetta er ákveðið í kjölfar úttektar á húsunum og könnunar á upplifun íbúa.

Velferðarráð vill tryggja sólarhringsþjónustu við íbúana, en eftirliti var talið ábótavant.

Almennt er þó reynslan af smáhýsunum talin vera góð; þar þar hefur utangarðsfólk fengið heimili og lífsgæði þeirra batnað.

Þá segir í úttektinni að gistinóttum í fangageymslum lögreglu hafi fækkað, eftir að hýsin voru tekin í notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×