Innlent

Fjórar ákærðar fyrir slagsmál

Héraðsdómur Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Ríkissaksóknari hefur ákært fjórar rúmlega tvítugar konur fyrir líkamsárás á Akureyri.

Samkvæmt ákæru átti atburðurinn sér stað á veitingastaðnum Kaffi Akureyri í ágúst á síðasta ári. Þrjár kvennanna sem ákærðar eru réðust á þá fjórðu. Ein þeirra kýldi hana í andlitið og sparkaði jafnframt með hnénu í andlit hennar. Hinar tvær rifu í hár fórnarlambsins og slógu hana nokkrum sinnum í andlit og líkama.

Sú sem ráðist var á hlaut sjáanlega áverka. En hún er einnig kærð fyrir stórfellda líkamsárás þar sem hún sló eina af árásarkonunum þremur með glerglasi í höfuðið með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda fékk sár á hvirfil.

Konan sem hinar þrjár réðust upphaflega á gerir kröfu um bætur frá þeim að upphæð samtals ríflega 600 þúsund krónur. Þar af eru 300 þúsund í miskabætur.

Sú hinna þriggja, sem slegin var með glasinu gerir kröfu um bætur upp á 300 þúsund krónur úr hendi þeirrar sem það gerði. Jafnframt krefst hún greiðslu vegna lögmannsaðstoðar upp á tæplega 200 þúsund krónur.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×