Innlent

Ríkisstjórn veitir níu milljónir til rannsókna

Mynd Guðmundur Svavarsson

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu um níu milljóna króna framlag til rannsóknar á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsu manna og dýra.

Óskað var eftir framlaginu vegna vinnu við gagnasöfnun á gossvæðinu sem fram á að fara í haust, áður en gögn kunna að glatast.

Heilbrigðisráðherra skipaði í sumar stýrihóp sem vinna á vísindarannsókn á heilsufarslegum áhrifum eldgossins til langs tíma. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, er formaður hópsins. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×