Innlent

Makrílviðræður skiluðu engu

Makríll Íslenskar útgerðir munu veiða um 130 þúsund tonn af makríl árið 2011 þar sem ekkert samkomulag náðist um veiðarnar. fréttablaðið/óskar
Makríll Íslenskar útgerðir munu veiða um 130 þúsund tonn af makríl árið 2011 þar sem ekkert samkomulag náðist um veiðarnar. fréttablaðið/óskar

Lokatilraun strandríkja sem aðild eiga að makrílveiðum í NA-Atlantshafi til að komast að samkomulagi um hlutdeild Íslands í makrílveiðum næsta árs skilaði engum árangri. Fundað var í Ósló dagana 25.-26. nóvember með þátttöku ESB, Noregs, Færeyja og Íslands en Rússland átti þar áheyrnarfulltrúa.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að Ísland taki sér óbreytta hlutdeild í makrílveiðunum á næsta ári, að teknu tilliti til aukningar í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Ísland mun jafnframt beina því til hinna strandríkjanna að taka tillit til þessa við kvótaákvarðanir sínar með það í huga að heildarveiðar fari ekki fram úr vísindalegri ráðgjöf.

Fram undan er röð tvíhliða viðræðna milli ESB og Noregs, ESB og Færeyja og Noregs og Færeyja um fiskveiðiheimildir. Þá skýrist væntanlega endanlega hvort samkomulag tekst milli þessara þriggja aðila. Búast má við að ESB og Noregur bíði með að taka ákvörðun um eigin makrílveiðar þangað til. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×