Innlent

Hitna um 0,5°C á 10 ára tímabili

Elliðavatn var sennilega ekki tekið með í mælingunum. En fallegt er  það.
Elliðavatn var sennilega ekki tekið með í mælingunum. En fallegt er það.

Yfirborðshiti 167 stórra stöðuvatna víða um heim hefur hækkað um að meðaltali 0,45 gráður á Celsius á síðasta áratug, samkvæmt vísindamönnum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar.

Notuð voru gervitungl til að mæla hitastig vatnanna. Hitastig þeirra vatna sem hitnuðu mest hefur hækkað um allt að eina gráðu á áratug. Þau vötn sem mest hitna eru um eða fyrir norðan miðbik norðurhvels jarðar.

„Okkar rannsókn dregur fram fram ný gögn sem sýna áhrif hækkandi hitastigs um allan heim," segir Philipp Schneider hjá NASA.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×