Gott jafntefli Blika og liðið komst áfram í Meistaradeildinni Hjalti Þór Hreinsson á Kópavogsvelli skrifar 10. ágúst 2010 17:36 Blikastúlkur fagna marki í dag. Fréttablaðið/Anton Breiðablik er komið áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn franska liðinu Juvisy á Kópavogsvelli. Lokatölur voru 3-3 en franska liðið náði efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlunum sjö með bestan árangur í öðru sæti komast einnig áfram með sigurvegurum riðlanna og eru Blikar eina liðið með sjö stig. Það tryggir að liðið kemst áfram. Dregið verður 19. ágúst. Það var þó með ólíkindum að franska liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik. Það stýrði leiknum algjörlega og fékk urmul færa sem það náði ekki að nýta. Í fyrsta færinu sluppu þær einar í gegn en brenndu af þegar aðeins markmaður Blika, Katherine Loomis, var eftir. Mjög illa farið með gott færi en fram að því hafði lítið gerst í leiknum. Franska liðið pressaði hátt á vellinum og Blikar áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik, en það varð að marki. Eftir aukaspyrnu frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur á miðjum velli brást rangstöðugildra franska liðsins illa, þær hlupu allar út og ætluðu að grípa sóknarmenn Blika í bólinu. Það tókst ekki og fjórir Blikar voru einir í vítateignum með markmanninum. Sara Björk Gunnarsdóttir renndi boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem setti boltann í tómt markið. Franska liðið fékk tvö dauðafæri til viðbótar í hálfleiknum, í bæði skiptin eftir slæm mistök í vörn Blika. Fyrst skoppaði boltinn fyrir framan leikmann Juvisy sem skaut yfir og næst sluppu þær aftur einar í gegn en skutu framhjá úr algjöru dauðafæri. Staðan 1-0 í hálfleik og þjálfari Blika, Jóhannes Karl Sigursteinsson klappaði fyrir stelpunum sínum á leið inn í hálfleikinn. Franska liðið byrjaði síðari hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri, með dauðafæri sem fór í súginn. Sóknarmaður þeirra hitti þá ekki boltann í teignum í góðu færi. En franska liðið sýndi styrk sinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Fyrst skoraði Julie Machard með skoti undir Loomis sem gerði sig svo seka um skelfileg mistök þegar hún missti fyrirgjöf framhjá sér og Coquet renndi boltanum í tómt markið. Afar klaufalegt. Enn klaufalegra var jöfnunarmark Blika sem var sjálfsmark. Hár bolti kom inn í teiginn og enginn Bliki var nálægt boltanum. Varnarmaðurinn Manon Pourtalet skallaði þá boltann í eigið net en markmaðurinn var á leiðinni út í boltann. Skrautlegt sjálfsmark og staðan jöfn 20 mínútum fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar komst franska liðið aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu en eftir undirbúning Gretu skoraði Berglind jöfnunarmarkið aðeins sjö mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fjaraði svo út og Blikar geta vel við unað að ná jafntefli í leik þar sem franska liðið var með tögl og haldir nánast allan tímann.Breiðablik-Juvisy 3-3 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (18.) 1-1 Julie Machard (56) 1-2 Amelie Coquet (63.) 2-2 Manon Pourtalet, sjálfsmark (70. ) 2-3 Virginie Mendes 3-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.)Skot (á mark): 5 (4) - 18 (8)Varin skot: 2-0Horn: 6-4Aukaspyrnur fengnar: 9-16Rangstöður: 1-3Lið Breiðabliks: Katherine Loomis Hlín Gunnlaugsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (51. Berglind Þorvaldsdóttir) Maura Q Ryan Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Breiðablik er komið áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn franska liðinu Juvisy á Kópavogsvelli. Lokatölur voru 3-3 en franska liðið náði efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlunum sjö með bestan árangur í öðru sæti komast einnig áfram með sigurvegurum riðlanna og eru Blikar eina liðið með sjö stig. Það tryggir að liðið kemst áfram. Dregið verður 19. ágúst. Það var þó með ólíkindum að franska liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik. Það stýrði leiknum algjörlega og fékk urmul færa sem það náði ekki að nýta. Í fyrsta færinu sluppu þær einar í gegn en brenndu af þegar aðeins markmaður Blika, Katherine Loomis, var eftir. Mjög illa farið með gott færi en fram að því hafði lítið gerst í leiknum. Franska liðið pressaði hátt á vellinum og Blikar áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik, en það varð að marki. Eftir aukaspyrnu frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur á miðjum velli brást rangstöðugildra franska liðsins illa, þær hlupu allar út og ætluðu að grípa sóknarmenn Blika í bólinu. Það tókst ekki og fjórir Blikar voru einir í vítateignum með markmanninum. Sara Björk Gunnarsdóttir renndi boltanum á Hörpu Þorsteinsdóttur sem setti boltann í tómt markið. Franska liðið fékk tvö dauðafæri til viðbótar í hálfleiknum, í bæði skiptin eftir slæm mistök í vörn Blika. Fyrst skoppaði boltinn fyrir framan leikmann Juvisy sem skaut yfir og næst sluppu þær aftur einar í gegn en skutu framhjá úr algjöru dauðafæri. Staðan 1-0 í hálfleik og þjálfari Blika, Jóhannes Karl Sigursteinsson klappaði fyrir stelpunum sínum á leið inn í hálfleikinn. Franska liðið byrjaði síðari hálfleikinn eins og það lauk þeim fyrri, með dauðafæri sem fór í súginn. Sóknarmaður þeirra hitti þá ekki boltann í teignum í góðu færi. En franska liðið sýndi styrk sinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Fyrst skoraði Julie Machard með skoti undir Loomis sem gerði sig svo seka um skelfileg mistök þegar hún missti fyrirgjöf framhjá sér og Coquet renndi boltanum í tómt markið. Afar klaufalegt. Enn klaufalegra var jöfnunarmark Blika sem var sjálfsmark. Hár bolti kom inn í teiginn og enginn Bliki var nálægt boltanum. Varnarmaðurinn Manon Pourtalet skallaði þá boltann í eigið net en markmaðurinn var á leiðinni út í boltann. Skrautlegt sjálfsmark og staðan jöfn 20 mínútum fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar komst franska liðið aftur yfir með skalla eftir hornspyrnu en eftir undirbúning Gretu skoraði Berglind jöfnunarmarkið aðeins sjö mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fjaraði svo út og Blikar geta vel við unað að ná jafntefli í leik þar sem franska liðið var með tögl og haldir nánast allan tímann.Breiðablik-Juvisy 3-3 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (18.) 1-1 Julie Machard (56) 1-2 Amelie Coquet (63.) 2-2 Manon Pourtalet, sjálfsmark (70. ) 2-3 Virginie Mendes 3-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.)Skot (á mark): 5 (4) - 18 (8)Varin skot: 2-0Horn: 6-4Aukaspyrnur fengnar: 9-16Rangstöður: 1-3Lið Breiðabliks: Katherine Loomis Hlín Gunnlaugsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (51. Berglind Þorvaldsdóttir) Maura Q Ryan
Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira