Innlent

Eitt tré á móti hverjum mola

Eyjafjallajökull Síðasta sumar voru nokkur þúsund birkitré gróðursett við Heklu. Fréttablaðið/Vilhelm
Eyjafjallajökull Síðasta sumar voru nokkur þúsund birkitré gróðursett við Heklu. Fréttablaðið/Vilhelm

Eldgosið í Eyjafjallajökli jók til muna áhrif samnings sem Hraunverksmiðjan og Hekluskógar gerðu með sér í byrjun árs. Hekluskógar áttu samkvæmt samningnum að fá eitt tré fyrir hvern seldan hraungrip frá Hraunverksmiðjunni.

„Iceland Travel ferðaskrifstofan var fljót að kveikja á perunni og ákvað að nota hraun úr eldgosinu til landkynningar og vegna samvinnu þessara og fleiri aðila, og með aðstoð sumarstarfsmanna Landsvirkjunar hafa verið gróðursett nokkur þúsund birkitré við Hald sem er norðan Heklu, í nágrenni Hrauneyja,“ segir á vefnum. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×