Vilja bæta árangur drengja í skólum 18. ágúst 2010 05:15 sóley tómasdóttir Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkurborgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðanir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rannsókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finnist skemmtilegra að læra heldur en strákum. Staðreyndin er sú að oft á tíðum er námsefnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. sunna@frettabladid.is þorbjörg helga vigfúsdóttir margrét pála ólafsdóttir börn í skóla Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. fréttablaðið/gva Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkurborgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðanir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rannsókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finnist skemmtilegra að læra heldur en strákum. Staðreyndin er sú að oft á tíðum er námsefnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. sunna@frettabladid.is þorbjörg helga vigfúsdóttir margrét pála ólafsdóttir börn í skóla Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. fréttablaðið/gva
Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira