Fótbolti

Raul sáttur við lífið á bekknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Raul er í nýju hlutverki hjá Pellegrini sem hann sættir sig vel við.
Raul er í nýju hlutverki hjá Pellegrini sem hann sættir sig vel við.

Real Madrid-goðsögnin Raul er í nýju hlutverki hjá spænska félaginu í vetur. Eftir að hafa verið aðalsóknarmaður liðsins síðustu 15 ár er hann kominn á bekkinn.

Hann tekur því hlutverki af mikilli auðmýkt og dettur ekki til hugar að kvarta.

„Svona gerast hlutirnir í boltanum. Ég er búinn að spila í 15 ár og unnið allt sem hægt er að vinna. Þetta er vissulega ný staða. Að sjálfsögðu vil ég spila meira en maður verður að sýna auðmýkt og viðurkenna að félagar séu að standa sig vel," sagði Raul.

„Ég mun halda áfram að hjálpa liðinu eins vel og ég get því ég er liðsmaður. Það er hlutverk sem maður verður að sætta sig við þegar að slíku kemur," sagði Raul en hann mun ekki eyðileggja arfleifð sína með því að enda ferilinn hjá öðru félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×