Sport

Ruiz: Það er hræðilega leiðinlegt að horfa á Haye

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Ruiz.
John Ruiz. Nordic photos/AFP

Áskorandinn John Ruiz sem mætir WBA-þungavigtarmeistaranum David Haye í titilbardaga í byrjun apríl hefur skotið þungum skotum að breska meistaranum og kallað hann „leiðinlegan".

Ruiz er einnig á þeirri skoðun að breskir stuðningsmenn Haye hafi gert gæfumuninn þegar honum var dæmdur sigur í síðasta titilbardaga hans gegn rússneska risanum Nikolai Valuev.

„Ég fylgdist með bardaga hans gegn Valuev og mér fannst Haye vera hræðilega leiðinlegur, ég meina ég held að hann hafi reynt einhver tíu högg í hverri lotu. Hver nennir að horfa á það. Ég reyni í það minnsta fimmtán til tuttugu högg í hverri lotu.

Ég held líka að þegar upp er staðið þá voru það háværir breskir stuðningsmenn sem höfðu áhrif á niðurstöðu dómaranna. Stuðningsmennirnir voru mjög háværir og hvöttu Haye allan bardagann út í gegn og það skilar oft miklu," segir Bandaríkjamaðurinn Ruiz sem mætir Haye í MEN Arena í Manchester á Englandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×