Fótbolti

Mourinho: Real Madrid ræður því hvort ég taki við Portúgal eða ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid.
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/AFP
Jose Mourinho er tilbúinn að stjórna portúgalska landsliðinu á móti Danmörku og Íslandi ef að Real Madrid gefur grænt ljóst á það. Þetta er niðurstaðan af fundi Mourinho með Gilberto Madail, forseta portúgalska sambandsins.

„Ég get ekki sagt já við þessu þar sem að ég vinn fyrir Real Madrid en ég get jafnframt ekki sagt nei heldur því að ég vil líka að Portúgal vinni," sagði Jose Mourinho.

„Real Madrid hefur allan rétt á því að setja sig upp á móti þessu og minnsta andstaða frá þeim þýðir að ég get ekki tekið þetta að mér," sagði Mourinho.

Portúgal fékk aðeins eitt stig út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM og í kjölfarið var Carlos Queiroz, þjálfari liðsins, rekinn. Næstu leikir við Dana og Íslendinga í októbermánuði eru því gríðarlega mikilvægir fyrir Portúgala ætli þeir sér að vera með á EM í Úkraínu og Póllandi 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×