Fótbolti

Real Madrid aftur á toppinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Real Madrid komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það lagði Sporting Gijon, 0-1, á útivelli. Það var Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain sem skoraði eina mark leiksins.

Það tók sinn tíma fyrir Real að brjóta Sporting niður. Molina varði vel í marki Sporting en honum urðu á mistök á 82. mínútu.

Þá varði hann skalla frá leikmanni Real en hélt ekki boltanum. Higuain var réttur maður á réttum stað og mokaði boltanum inn fyrir línuna.

Real Madrid er í efsta sætinu með 29 stig eftir leikinn en Barcelona er þar rétt á eftir með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×