Innlent

Hótað 250.000 króna sektum

Skattstjóri Fyrirtækjaskrá er rekin af Ríkisskattstjóra, en undir skrána heyrir meðal annars fyrirtækjaskrá og ársreikningaskrá.Fréttablaðið/Stefán
Skattstjóri Fyrirtækjaskrá er rekin af Ríkisskattstjóra, en undir skrána heyrir meðal annars fyrirtækjaskrá og ársreikningaskrá.Fréttablaðið/Stefán

Um fimmtán þúsund fyrirtæki hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2009 og sex þúsund til viðbótar hafa trassað að skila ársreikningi vegna ársins 2008. Fyrirtækjunum verður á næstunni send bréf þar sem sektir eru boðaðar skili þau ekki ársreikningum innan 30 daga.

„Við höfum verið að vinna í því að bæta skil á ársreikningum," segir Skúli Jónsson, forstöðumaður fyrirtækjaskrár. Talsverður misbrestur hefur verið á skilum ársreikninga til skrárinnar undanfarin ár, en aðeins hefur verið gripið til sekta í afar takmörkuðum mæli.

Fyrirtækjaskrá getur sektað fyrirtæki um allt að 250 þúsund krónur skili þau ekki ársreikningum. Skili fyrirtæki ekki ársreikningum tvö ár í röð hækkar sektin í 500 þúsund krónur.

Skil á ársreikningum eru mikilvæg svo hægt sé að meta stöðu fyrirtækja, segir Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs. Hann segir ráðið leggja mikla áherslu á ársreikningaskil. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×