Innlent

Orsök pestar enn óþekkt

Enn hefur ekki verið hægt að tengja smitandi hósta í hrossum þeim veirum sem þekktar eru fyrir að leggjast á öndunarfæri hrossa. Þetta kom fram á fundi stýrihóps fulltrúa Matvælastofnunar, Tilraunastöðvarinnar á Keldum og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í gær.

Aftur á móti hefur komið í ljós að bakterían Streptococcus Zooepidemicus ræktast úr öllum hrossum með hósta og graftarkenndan hor. Frumorsök sjúkdómsins er því enn óþekkt en markmiðið með þeirri sérstöku rannsóknaráætlun sem nú verður unnið eftir er áframhaldandi leit að orsök hans og uppruna. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×