Innlent

Strandaglópar á Keflavíkurflugvelli

Fleiri hundruð manns eru nú strandaglópar á Keflavíkurflugvelli eftir að vellinum var óvænt lokað í nótt vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli.
Fleiri hundruð manns eru nú strandaglópar á Keflavíkurflugvelli eftir að vellinum var óvænt lokað í nótt vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Mynd/Valgarður Gíslason
Fleiri hundruð manns eru nú strandaglópar á Keflavíkurflugvelli eftir að vellinum var óvænt lokað í nótt vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Reykjavíkurflugvelli var lokað um leið.

Brottför sjö Icelandair véla til Evrópu hafði verið flýtt til klukkan fimm í nótt, en völlurinn lokaðist fyrir þann tíma. Vélarnar eru því fastar á vellinum ásamt fimm öðrum vélum frá Icelandair og Iceland Express. Þrjá vélar frá Bandaríkjunum lentu á Akureyri undir morgun og eru farþegar úr þeim á leið í rútubílum til Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar lítur nú út fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður eitthvað fram eftir degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×