Körfubolti

Doc Rivers neitar því að hann sé að fara að þjálfa LeBron í Chicago

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Doc Rivers, þjálfari Boston.
Doc Rivers, þjálfari Boston. Mynd/AP
Bandarískir fjölmiðlar eru þegar byrjaðir að hita upp fyrir LeBron James æðið í sumar enda bíða margir spenntir eftir því þegar James tilkynnir heiminum hvar hann ætli að spila næstu tímabil.

Nýjasti orðrómurinn var um að Doc Rivers myndi hætta að þjálfa Boston Celtics eftir tímabilið og gerast þess í stað þjálfari LeBron James hjá Chicago Bulls. Rivers er laus allra mála hjá Boston í sumar og er ekki búinn að gefa út hvað hann gerir. Það kemur þó bara tvennt til greina að hans mati.

„Ég verð annaðhvort í Boston eða heima í Orlando í fríi frá þjálfun," sagði Rivers. Hann hlær bara að orðróminum um að hann sé að fara þjálfa James.

„Það er bara heimskulegt tal og alveg út í hött," sagði Rivers en undir hans stjórn hefur Boston unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni og er komið 2-0 yfir í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Orlando.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×