Innlent

Gullna hliðið lokað áfram

Engin áform eru uppi um að opna á ný forgangshlið í vopnaleit á Keflavíkurflugvelli sem lokað var sumarið 2007. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis.

Hliðinu, sem gjarnan var nefnt Gullna hliðið, var ætlað að flýta för farþega á dýrari farrýmum í gegnum öryggisleit. Hliðinu var lokað í kjölfar fréttaflutnings, og óskaði umboðsmaður í kjölfarið upplýsinga um heimildir til að starfrækja sérstakt hlið.

Umboðsmaður fylgdi málinu eftir nýverið og fékk þær upplýsingar að ekki stæði til að opna hliðið á ný, og er málinu því lokið af hálfu umboðsmannsins. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×