Innlent

Dugleg börn fá hærri laun

Á leikskóla Börn sem eru í smærri deildum á leikskólanum eru líklegri til að mennta sig en börn sem eru í stærri hópum.Fréttablaðið/Anton
Á leikskóla Börn sem eru í smærri deildum á leikskólanum eru líklegri til að mennta sig en börn sem eru í stærri hópum.Fréttablaðið/Anton

Börn sem eru dugleg að læra á leikskólum eru að jafnaði með hærri laun við 27 ára aldur en börn sem ekki sýna sömu framþróun á leikskólanum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.

Þeir skoðuðu niðurstöður úr prófum sem lögð voru fyrir leikskólabörn og komust að því að börn sem bættu árangur sinn fengu umtalsvert hærri laun við 27 ára aldur en jafnaldrar þeirra sem ekki bættu árangur sinn. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að þau börn eru líklegri til að mennta sig meira en önnur. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×