Fótbolti

Pinto fékk tveggja leikja bann fyrir að flauta rangstöðu á mótherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Pinto sést hér í umræddum leik á móti FCK.
José Pinto sést hér í umræddum leik á móti FCK. Mynd/Nordic Photos/Getty
José Pinto, markvörður Barcelona, var dæmdur í tveggja leikja bann hjá UEFA, fyrir að blekkja César Santin, leikmann danska liðsins FC Kaupmannahöfn, í Meistaradeildarleik liðanna í dögunum.

Pinto stóð í markinu og flautaði þegar César Santin var sloppinn í gegn og Santin hélt að dómarinn hefði flautað rangstöðu. Atvikið má sjá með því að smella hér.

Forráðamenn danska liðsins kvörtuðu undan spænska markverðinuum til UEFA sem tók málið fyrir og dæmdi hann síðan í tveggja leikja bann fyrir óíþróttamannlega framkomu.

José Pinto, sem er varamarkvörður Barcelona og var þarna að spila sinn fyrsta Meistaradeildarleik, má ekki taka þátt í næstu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni á móti FC Kaupamannahöfn og Panathinaikos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×