Kæri karlmaður Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 16. apríl 2010 06:00 Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í góðum farvegi? Og sumarið í hæsta máta passlegt? Í öllu falli tel ég mig vita að þér er ekki sama í hvernig landi þú býrð. Stundum velti ég fjölskylduaðstæðum þínum fyrir mér. Kannski áttu konu og börn. Eða kannski ertu alsæll með að vera einhleypur? Kannski áttu systur. Jafnvel móður á lífi? Þú átt að minnsta kosti frænkur, hvort sem þú ert náinn þeim eða þekkir þær eingöngu þegar þú lest barmmerkið þeirra á ættarmótum. Í öllu falli tel ég mig vita að þér er annt um þína nánustu og þeirra hag. Stundum velti ég gildum þínum fyrir mér. Kannski álíturðu fjölskylduna vera undirstöðu lífsins. Kannski finnurðu hamingjuna á framabrautinni. Kannski treystirðu æðri máttarvöldum fyrir örlögum þínum. Eða kannski trúirðu því að hver sé sinnar gæfu smiður? Í öllu falli tel ég mig vita að þú trúir á getu mannsins til góðra verka og grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Ég velti fyrir mér hversu upplýstur þú ert um ólíka stöðu kynjanna í samfélagi okkar. Kannski veistu að Ísland er ofarlega á blaði á heimsvísu þegar kynjajafnrétti er annars vegar. Kannski veistu að þrátt fyrir það viðgengst sifjaspell, nauðganir, barsmíðar og mismunun gegn konum hérlendis. Kannski grunar þig að allt að því þriðja hver íslensk kona sé beitt kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Eða kannski hefurðu lítið leitt hugann að þessum efnum? Í öllu falli tel ég mig vita að þú líðir ekki kynbundið ofbeldi í neinni mynd. Sé gengið út frá því að þér sé ekki sama í hvernig landi þú býrð, að þér þyki vænt um þína nánustu og sért hlynntur grundvallar mannréttindum, vaknar spurningin hvers vegna þú, kæri íslenski karlmaður, ert jafn lítið sýnilegur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og raun ber vitni. Undanfarin ár hafa verið haldnir ótal viðburðir, vel auglýstir og öllum opnir, sem eru liður í þessari baráttu. Það hefur verið hending ein ef sést hefur til karlmanns á þessum samkomum. Þó er kynbundið ofbeldi ekki kynbundið vandamál. Ofbeldi gegn konum er ofbeldi gegn áðurnefndum frænkum, dætrum, mæðrum, vinkonum, eiginkonum, kærustum og systrum, og þar með mannréttindamál sem kemur öllum við. Kæri íslenski karlmaður. Vertu velkominn um borð. Þú getur hafist handa strax. Þann 16. apríl er málþingið Þögul þjáning haldið á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu. Sama dag opna samtökin Aflið dyr sínar fyrir gestum og gangandi og kynna starfsemi sína. Einnig má minnast á Öðlinginn 2010 (sjá nánar á www.odlingurinn.is) en allur ágóði átaksins rennur til samstöðufundar gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. október næstkomandi í miðbæ Reykjavíkur. Þér er hér með boðið. Allsstaðar í heiminum þar sem þjóðfélagi hefur verið skipt í tvo hópa og öðrum þeirra mismunað, hefur þurft samstillt átak beggja aðila til að koma á jafnrétti. Þín er ekki bara óskað í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þín er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vinsælast 2010 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í góðum farvegi? Og sumarið í hæsta máta passlegt? Í öllu falli tel ég mig vita að þér er ekki sama í hvernig landi þú býrð. Stundum velti ég fjölskylduaðstæðum þínum fyrir mér. Kannski áttu konu og börn. Eða kannski ertu alsæll með að vera einhleypur? Kannski áttu systur. Jafnvel móður á lífi? Þú átt að minnsta kosti frænkur, hvort sem þú ert náinn þeim eða þekkir þær eingöngu þegar þú lest barmmerkið þeirra á ættarmótum. Í öllu falli tel ég mig vita að þér er annt um þína nánustu og þeirra hag. Stundum velti ég gildum þínum fyrir mér. Kannski álíturðu fjölskylduna vera undirstöðu lífsins. Kannski finnurðu hamingjuna á framabrautinni. Kannski treystirðu æðri máttarvöldum fyrir örlögum þínum. Eða kannski trúirðu því að hver sé sinnar gæfu smiður? Í öllu falli tel ég mig vita að þú trúir á getu mannsins til góðra verka og grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Ég velti fyrir mér hversu upplýstur þú ert um ólíka stöðu kynjanna í samfélagi okkar. Kannski veistu að Ísland er ofarlega á blaði á heimsvísu þegar kynjajafnrétti er annars vegar. Kannski veistu að þrátt fyrir það viðgengst sifjaspell, nauðganir, barsmíðar og mismunun gegn konum hérlendis. Kannski grunar þig að allt að því þriðja hver íslensk kona sé beitt kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Eða kannski hefurðu lítið leitt hugann að þessum efnum? Í öllu falli tel ég mig vita að þú líðir ekki kynbundið ofbeldi í neinni mynd. Sé gengið út frá því að þér sé ekki sama í hvernig landi þú býrð, að þér þyki vænt um þína nánustu og sért hlynntur grundvallar mannréttindum, vaknar spurningin hvers vegna þú, kæri íslenski karlmaður, ert jafn lítið sýnilegur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og raun ber vitni. Undanfarin ár hafa verið haldnir ótal viðburðir, vel auglýstir og öllum opnir, sem eru liður í þessari baráttu. Það hefur verið hending ein ef sést hefur til karlmanns á þessum samkomum. Þó er kynbundið ofbeldi ekki kynbundið vandamál. Ofbeldi gegn konum er ofbeldi gegn áðurnefndum frænkum, dætrum, mæðrum, vinkonum, eiginkonum, kærustum og systrum, og þar með mannréttindamál sem kemur öllum við. Kæri íslenski karlmaður. Vertu velkominn um borð. Þú getur hafist handa strax. Þann 16. apríl er málþingið Þögul þjáning haldið á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu. Sama dag opna samtökin Aflið dyr sínar fyrir gestum og gangandi og kynna starfsemi sína. Einnig má minnast á Öðlinginn 2010 (sjá nánar á www.odlingurinn.is) en allur ágóði átaksins rennur til samstöðufundar gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. október næstkomandi í miðbæ Reykjavíkur. Þér er hér með boðið. Allsstaðar í heiminum þar sem þjóðfélagi hefur verið skipt í tvo hópa og öðrum þeirra mismunað, hefur þurft samstillt átak beggja aðila til að koma á jafnrétti. Þín er ekki bara óskað í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þín er þörf.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar