Innlent

Fallið frá kröfu meintrar dóttur

Arfur Talið er að andvirði þeirra eigna sem Bobby Fischer lét eftir sig sé um 250 milljónir króna.Fréttablaðið/Pjetur
Arfur Talið er að andvirði þeirra eigna sem Bobby Fischer lét eftir sig sé um 250 milljónir króna.Fréttablaðið/Pjetur

Krafa Marilyn Felonia Young sem hún gerði í dánarbú skákmeistarans Bobby Fischer fyrir hönd dóttur sinnar hefur verið felld niður eftir að í ljós kom með DNA-rannsókn að Fischer var ekki faðir stúlkunnar.

Þetta kom fram við meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enn er deilt um hver skuli erfa Fischer. Miyoko Watai, sem segist hafa gifst Fischer árið 2004, krefst auðæfa hans í dómsmáli sem hún hefur höfðað á hendur systursonum Fischers.

Geti Watai ekki sýnt fram á að hjónabandið hafi verið löglegt teljast systursynirnir nánustu ættingjar og erfa því Fischer.

- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×