Innlent

Vill ekki einkavæða auðlindir

Björk hvetur fólk til að fjölmenna á málþing í Háskólanum í dag.
Björk hvetur fólk til að fjölmenna á málþing í Háskólanum í dag.

„Maður heyrir að fólki finnist að sérstaklega núna í kreppunni höfum við ekki efni á að hlífa náttúrunni," segir Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Greinin heitir Nýja orkustefnu strax! og hægt er að nálgast hana hér á Vísi.

„En ef við seljum aðgang að auðlindunum og afsölum okkur ábyrgð á náttúrunni erum við um leið að horfa framhjá þeirri leið sem langflestir ráðgjafar hafa ráðlagt okkur að fara: að halda auðlindunum okkar sjálf, að vernda náttúruauðlindir okkar og vera ábyrg í nýtingu þeirra."

Í greininni hvetur Björk fólk til að fjölmenna á málþing í Háskóla Íslands í dag þar sem Magma-málið verður til meðferðar.- pg /


Tengdar fréttir

Nýja orkustefnu strax!

Þann 17. september kom út skýrsla nefndarinnar um orku- og auðlindamál sem átti m.a. að fjalla um sölu HS Orku til Magma. þetta eru mjög áhugaverðar 93 blaðsíður sem væri vel hægt að nota sem upphaf á stefnu þjóðarinnar í umhverfismálum og umgengni á auðlindunum, bæði til sjávar og lands. Þegar skýrslan kom út voru nefndarmenn spurðir hvort skúffan í Svíþjóð væri lögleg eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×