Körfubolti

NBA: Cleveland vann Boston

Elvar Geir Magnússon skrifar
LeBron James var með 30 stig í nótt.
LeBron James var með 30 stig í nótt.

LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem vann Boston Celtics 104-93 í NBA-deildinni í nótt. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 20 stig.

Cleveland hefur oft spilað betur en í þessum leik en það dugði samt sem áður til sigur gegn Boston sem fann engan takt í varnarleik sínum.

Danny Granger skoraði 29 stig fyrir Indiana í nótt en það dugði ekki til sigurs gegn Milwaukee.

Miami vann Philadelphia 104-91 en Dwyane Wade skoraði 38 stig fyrir Miami. Stephen Jackson skoraði 28 stig fyrir Charlotte sem vann útisigur á Orlando 96-89.

Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem vann Utah Jazz 119-111. Amare Stoudamire var með 36 stig og 12 fráköst fyrir Phoenix sem vann New Orleans örugglega.

Þá vann Portland sigur á Toronto og Sacramento lagði Minnesota. Stigahæstur hjá Sacramento Kings var Tyreke Evans með 29 stig.

Úrslit næturinnar:

Cleveland - Boston 104-93

Milwaukee - Indiana 98-94

Miami - Philadelphia 104-91

Orlando - Charlotte 89-96

Oklahoma City - Utah 119-111

Phoenix - New Orleans 120-106

Portland - Toronto 109-98

Sacramento - Minnesota 114-100



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×