Hallgrímur Helgason: Förum úr einu bullinu í annað 22. maí 2010 13:24 Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hallgrímur ræddu um gengi Besta flokksins í þættinum Vikulokinn á Rás 1 fyrir hádegi. Ragnheiður sagði að kjósendur í Reykjavík væru að senda stjórnmálamönnum skýr skilaboð. Vinnubrögð stjórnmálamanna ættu að vera öðruvísi. „Við erum ekki að gera þetta rétt. Ég held að það sé lærdómurinn sem við eigum draga af þessu." Skúli tók í svipaðan streng. „Skilaboðin eru þau að stjórnmálin og vinnubrögðin eins og við þekkjum þau eru að fá falleinkunn. Það er lexía sem flokkarnir verða að taka til sín allir sem einn." Þá sagði hann að flokkarnir kæmust ekki í gegnum nauðsynlega endurnýjun með vettlingatökum. „Flokkarnir verða virkilega að kafa ofan í sig og henda út öllu sem á ekkert skylt við framtíðina."Hallgrímur Helgason.Hallgrímur tók sterkara til orða og líkti framboði Besta flokksins við það þegar Silvio Berlusconi komst til valda á Ítalíu. Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, væri ekki að gagnrýna kerfið heldur að tappa af óánægju fólks vegna kerfisins eins og það var. Ragnheiður benti að gleði hafi vantað stjórnmálin. „Gleymum því ekki að hann er vinsæll, skemmtilegur og það hefur vantað gleðina í stjórnmálin." Þá sagði Hallgrímur að með á framboðslistanum með Jóni væri fólk sem þagði allan góðæristímann. „Gagnrýndi aldrei neitt, var hvergi sjáanlegt í Búsáhaldabyltingunni og labbar núna inn á sviðið þegar allir eru fallnir í valinn." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hallgrímur ræddu um gengi Besta flokksins í þættinum Vikulokinn á Rás 1 fyrir hádegi. Ragnheiður sagði að kjósendur í Reykjavík væru að senda stjórnmálamönnum skýr skilaboð. Vinnubrögð stjórnmálamanna ættu að vera öðruvísi. „Við erum ekki að gera þetta rétt. Ég held að það sé lærdómurinn sem við eigum draga af þessu." Skúli tók í svipaðan streng. „Skilaboðin eru þau að stjórnmálin og vinnubrögðin eins og við þekkjum þau eru að fá falleinkunn. Það er lexía sem flokkarnir verða að taka til sín allir sem einn." Þá sagði hann að flokkarnir kæmust ekki í gegnum nauðsynlega endurnýjun með vettlingatökum. „Flokkarnir verða virkilega að kafa ofan í sig og henda út öllu sem á ekkert skylt við framtíðina."Hallgrímur Helgason.Hallgrímur tók sterkara til orða og líkti framboði Besta flokksins við það þegar Silvio Berlusconi komst til valda á Ítalíu. Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, væri ekki að gagnrýna kerfið heldur að tappa af óánægju fólks vegna kerfisins eins og það var. Ragnheiður benti að gleði hafi vantað stjórnmálin. „Gleymum því ekki að hann er vinsæll, skemmtilegur og það hefur vantað gleðina í stjórnmálin." Þá sagði Hallgrímur að með á framboðslistanum með Jóni væri fólk sem þagði allan góðæristímann. „Gagnrýndi aldrei neitt, var hvergi sjáanlegt í Búsáhaldabyltingunni og labbar núna inn á sviðið þegar allir eru fallnir í valinn."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00
Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30