Innlent

Tveir kæra misnotkun presta

johannes gijsen Fyrrum biskup við sálumessu í Landakotskirkju.
fréttablaðið/vilhelm
johannes gijsen Fyrrum biskup við sálumessu í Landakotskirkju. fréttablaðið/vilhelm

Fyrrum biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Johannes Gijsen, hefur verið sakaður um kynferðislega misnotkun. Fjölmiðlar erlendis fjölluðu um málið í gær og eiga atburðirnir að hafa átt sér stað þegar Gijsen var kennari í Rolduc, kaþólskum skóla í Hollandi, á 6. og 7. áratugnum.

Eftir hrinu ásakana um misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar víðs vegar í heiminum hóf kirkjan í Hollandi að skoða mál þar í landi. Að minnsta kosti 1.600 ásakanir hafa verið skráðar, en Gijsen er hæst setti presturinn sem sakaður hefur verið um brot.

Tveir menn hafa sakað fyrrum biskup um kynferðislega misnotkun og segja þeir að hann, ásamt öðrum presti, hafi misnotað þá margsinnis á herbergi þeirra í Rolduc.

Annar maðurinn fer ekki fram á skaðabætur heldur að Gijsen gangist við brotum sínum og biðjist afsökunar. Saksóknarar og rannsóknarmenn innan hollensku kirkjunnar rannsaka nú málið en Gijsen, sem er 78 ára, harðneitar sök.

Johannes Gijsen var kaþólskur biskup á Íslandi á árunum 1996 til 2007. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×