Fyrirtæki skila uppgjörum seint og illa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 29. apríl 2009 08:00 Rakel Sverrisdóttir. Mynd/Stefán „Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endurreisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum," segir Rakel og leggur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins nýlegum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upplýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrunið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar," segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila ársreikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skilafresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álagið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila uppgjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríflega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki tiltökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauðsynlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyrirtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo. Markaðir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endurreisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum," segir Rakel og leggur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins nýlegum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upplýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrunið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar," segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila ársreikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skilafresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álagið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila uppgjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríflega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki tiltökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauðsynlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyrirtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo.
Markaðir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira