Er plús mínus? 5. nóvember 2009 06:00 Margt skrítið hefur verið sagt um lán og lántökukostnað síðustu mánuðina. Sumir þeirra sem taka þátt í opinberri umræðu um þau mál virðast hafa þann tilgang helstan að rugla fólk í ríminu og koma af stað misskilningi. Nú síðast er ruglað saman verðinu sem greitt er fyrir þjónustu lánastofnana og magni þeirrar þjónustu sem seld er. Skoðum það á eftir, en skoðum fyrst viðskipti Arnars og Birgis við leigusala. Gefum okkur að Arnar leigi 100 fm íbúð í eitt ár en Birgir leigi jafn stóra íbúð í 10 ár. Báðir borga 50 þúsund krónur í leigu á mánuði. Heildarleigugjald Arnars verður 600 þúsund krónur, heildarleigugjald Birgis verður 6 milljónir króna. Allt er það eðlilegt og engum dytti í hug að saka leigusalann um að vera dýrseldari á þjónustuna við Birgi en Arnar. Gefum okkur að Anna og Birna taki báðar 1 milljónar króna óverðtryggt lán. Vextir eru 5% og greiðist árlega eftirá. Höfuðstóll greiðist í einu lagi í lok lánstímans (svona lán eru stundum kölluð kúlulán). Lán Önnu er til 1 árs og lán Birnu er til 10 ára. Við lok fyrsta ársins greiðir Anna 50 þúsund krónur í vexti og höfuðstólinn til baka, samtals 1.050.000 krónur. Birna greiðir 50.000 krónur og síðan 50.000 krónur um hver áramót. Að 10 árum liðnum greiðir hún 50.000 krónur í vexti auk höfuðstólsins. Samtals hefur Birna fengið 1 milljón og greitt 1,5 milljónir meðan Anna hefur fengið 1 milljón og greitt 1 milljón og 50 þúsund krónur. Er þá ekki lán Birnu 10 sinnum dýrara en lán Önnu? Svarið er nei. Þann tíma sem þær nutu sömu þjónustu hjá lánveitanda sínum greiddu þær nákvæmlega sömu upphæð fyrir þá þjónustu, 50 þúsund krónur fyrir að hafa 1 milljón króna að láni í eitt ár. Það að Birna ákvað að kaupa þjónustuna 9 árum lengur en Anna breytir nákvæmlega engu um þá staðreynd. Að þessu leytinu til er enginn munur á því að leigja íbúð og að leigja peninga. Í báðum tilvikum ræðst upphæð heildargreiðslunnar af mánaðarleigunni og lengd leigutímans, eins og eðlilegt er. Í kjölfar bankahruns og samdráttar í atvinnu standa nú margir einstaklingar og mörg heimili í þeim sporum að eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín niður jafn hratt og áætlað var þegar lánin voru upphaflega tekin. Þessum aðilum stendur nú til boða að breyta lánum sínum. Í raun er verið að bjóða þeim að kaupa meiri þjónustu á óbreyttum kjörum. Er það hagstætt eða óhagstætt? Það fer eftir því hvaða aðra möguleika viðkomandi lánþegi hefur. Ef hann getur fengið ódýrara fjármagn annars staðar á hann að sjálfsögðu að notfæra sér það. Ef aðrir lántökumöguleikar eru dýrari er hagstætt að að taka greiðslujöfnunartilboði stjórnvalda. Þeir sem eru í vafa um hvað sé þeim hagstæðast ættu að leita ráða hjá fagfólki, verkalýðsfélögum, lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði eða Ráðgjafastöð heimilanna. Lánþegar sem eiga í greiðsluvanda ættu ekki að leita ráða hjá lýðskrumurum og hálf-pólitískum lukkuriddurum. Þeir virðast vilja fá sem flesta með sér fram af hengifluginu. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Margt skrítið hefur verið sagt um lán og lántökukostnað síðustu mánuðina. Sumir þeirra sem taka þátt í opinberri umræðu um þau mál virðast hafa þann tilgang helstan að rugla fólk í ríminu og koma af stað misskilningi. Nú síðast er ruglað saman verðinu sem greitt er fyrir þjónustu lánastofnana og magni þeirrar þjónustu sem seld er. Skoðum það á eftir, en skoðum fyrst viðskipti Arnars og Birgis við leigusala. Gefum okkur að Arnar leigi 100 fm íbúð í eitt ár en Birgir leigi jafn stóra íbúð í 10 ár. Báðir borga 50 þúsund krónur í leigu á mánuði. Heildarleigugjald Arnars verður 600 þúsund krónur, heildarleigugjald Birgis verður 6 milljónir króna. Allt er það eðlilegt og engum dytti í hug að saka leigusalann um að vera dýrseldari á þjónustuna við Birgi en Arnar. Gefum okkur að Anna og Birna taki báðar 1 milljónar króna óverðtryggt lán. Vextir eru 5% og greiðist árlega eftirá. Höfuðstóll greiðist í einu lagi í lok lánstímans (svona lán eru stundum kölluð kúlulán). Lán Önnu er til 1 árs og lán Birnu er til 10 ára. Við lok fyrsta ársins greiðir Anna 50 þúsund krónur í vexti og höfuðstólinn til baka, samtals 1.050.000 krónur. Birna greiðir 50.000 krónur og síðan 50.000 krónur um hver áramót. Að 10 árum liðnum greiðir hún 50.000 krónur í vexti auk höfuðstólsins. Samtals hefur Birna fengið 1 milljón og greitt 1,5 milljónir meðan Anna hefur fengið 1 milljón og greitt 1 milljón og 50 þúsund krónur. Er þá ekki lán Birnu 10 sinnum dýrara en lán Önnu? Svarið er nei. Þann tíma sem þær nutu sömu þjónustu hjá lánveitanda sínum greiddu þær nákvæmlega sömu upphæð fyrir þá þjónustu, 50 þúsund krónur fyrir að hafa 1 milljón króna að láni í eitt ár. Það að Birna ákvað að kaupa þjónustuna 9 árum lengur en Anna breytir nákvæmlega engu um þá staðreynd. Að þessu leytinu til er enginn munur á því að leigja íbúð og að leigja peninga. Í báðum tilvikum ræðst upphæð heildargreiðslunnar af mánaðarleigunni og lengd leigutímans, eins og eðlilegt er. Í kjölfar bankahruns og samdráttar í atvinnu standa nú margir einstaklingar og mörg heimili í þeim sporum að eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín niður jafn hratt og áætlað var þegar lánin voru upphaflega tekin. Þessum aðilum stendur nú til boða að breyta lánum sínum. Í raun er verið að bjóða þeim að kaupa meiri þjónustu á óbreyttum kjörum. Er það hagstætt eða óhagstætt? Það fer eftir því hvaða aðra möguleika viðkomandi lánþegi hefur. Ef hann getur fengið ódýrara fjármagn annars staðar á hann að sjálfsögðu að notfæra sér það. Ef aðrir lántökumöguleikar eru dýrari er hagstætt að að taka greiðslujöfnunartilboði stjórnvalda. Þeir sem eru í vafa um hvað sé þeim hagstæðast ættu að leita ráða hjá fagfólki, verkalýðsfélögum, lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði eða Ráðgjafastöð heimilanna. Lánþegar sem eiga í greiðsluvanda ættu ekki að leita ráða hjá lýðskrumurum og hálf-pólitískum lukkuriddurum. Þeir virðast vilja fá sem flesta með sér fram af hengifluginu. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar