Fótbolti

Rúrik og félagar styrktu stöðu sína á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu.
Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm

Rúrik Gíslason og félagar í OB unnu í dag góðan útisigur á Nordsjælland, 2-0, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Rúrik lék allan leikinn í liði OB en eftir sigurinn er nú liðið með 27 stig á toppi deildarinnar. Annað Íslendingalið, Esbjerg, er í öðru sæti með 23 stig en á leik til góða.

Þá er einum leik lokið í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Elfsborg vann 1-0 sigur á Trelleborg á útivelli. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg sem er í þriðja sæti deildarinnar með 50 stig, einu stigi á eftir AIK og með jafnmörg stig og IFK Göteborg. Bæði eiga þó leik til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×