Fótbolti

Barcelona tapaði fyrstu stigunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi í leiknum í kvöld.
Lionel Messi í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Barcelona tapaði sínum fyrstu stigum á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Valencia á útivelli.

Real Madrid minnkaði því forystu liðsins í eitt stig er liðið vann 4-2 sigur á Valladolid.

Raul skoraði tvö fyrstu mörk Real í leiknum og þeir Marcelo og Gonzalo Higuain hin tvö. Nauzet Aleman og Marcos Garcia skoruðu mörk Valladolid.

Deportivo vann 1-0 sigur á Sevilla í dag með marki Juan Rodriguez. Deportivo og Sevilla eru nú bæði með fimmtán stig í 3.-4. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×