Fótbolti

Myndi kosta 11 milljónir evra að reka Pellegrini

Ómar Þorgeirsson skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini. Nordic photos/AFP

Spænskir fjölmiðlar eru fullvissir um að starf knattspyrnustjórans Manuel Pellegrini hjá Real Madrid hangi á bláþræði eftir að félagið hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.

Eftir neyðarlegt tap gegn c-deildar félaginu Alcorcon í konungsbikarnum er talið að framtíð Pellegrini geti ráðist í næstu tveimur leikjum gegn Getafe í deildinni og AC Milan í Meistaradeildinni.

Spænska blaðið Sport greinir hins vegar frá því að ef Real Madrid reki Pellegrini þá þurfi félagið að punga út ellefu milljónir evra til þess að borga upp tveggja ára samning hans við félagið.

Sú upphæð bætist svo við þann kostnað sem Madridingar lögðu í til þess að fá knattspyrnustjórann lausann undan samningi sínum við Villarreal en þá þurfti Real Madrid að borga 4 milljónir evra í skaðabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×